azul

My Photo
Name:
Location: Göteborg, Sweden

Tuesday, April 20, 2010

Hve hættuleg er askan?

Móðuharðindin eru rifjuð upp ekki bara á Íslandinu, heldur var farið yfir söguna í sænskum fréttaskýringaþætti um helgina; afleiðingar goss sem kostaði um fjórðung þjóðarinnar lífið.

En hve eitruð er askan?

Því getur fólk ekki svarað, það verður bara að koma í ljós er sagt. Með tímanum.

Og nú rakst ég á þennan pistil frá 2007, um "vulkansjuka".
Thursday, April 15, 2010

Undarlegur dagur


Vigdís Finnbogadóttir er áttræð í dag. Okkar og heimsins fyrsti lýðræðislega kjörni kvenforseti verður af því tilefni ávarpaður af forsætisráðherra, háskólarektor og borgarstjóra, allt saman konur.


Eyjafjallajökull gýs eldi og ösku sem aldrei fyrr og stöðvar flug víðast hvar í Norðurevrópu.

Suðurlandið svart og grátt ... féð fær ekki að vera úti og fólk beðið að nota grímur útaf eitraðri öskunni.

Ég sæki um útgáfustyrk.

Fæ skilaboð frá norðmanni um að íslendingar hætti ekki að pína mann, fyrst fjármálin og svo askan. Einsog hann líti á náttúruhamfarir sem verandi af mannavöldum!


Sunday, April 11, 2010

Frá Pálmasunnudegi til Páskadags


Hvar var ég? Hvað er ég eiginlega alltaf að flækjast? Þarf ég ekki að vera heima líka ... Stundum botna ég ekki í þessum ferðum mínum, ekki fyrr komin heim en ég sest og leita að farmiðum á netinu, fiska eitthvurt sniðugt tilboð, tangóhátíð með svefnpokaplássi o.s.frv. ... eins og ég gæti hreyfihamlast þá og þegar og þurfi því að nota hvert tækifæri sem gefst!


Eftir Berlínarferð í mars, að ógleymdu tangómarathoni (!) og heimsókn á Ibsensafnið m.m. í Osló í febrúar, lá leið mín til Kaupmannahafnar og síðan á 4 daga Crazy Chicken páskamaraton í Majorstuen í Osló.

Í Kaupin heimsótti ég Stínu vinkonu Ekblad, sem er að æfa á Folketeatern þessar vikurnar, bjó á Christianshamn, við draumagötuna við kanalinn: Overgaden oven vandet.
Á pálmasunnudagsmorgunn vorum við vaktar ... höfðum gleymt að breyta klukkunni svo Jan kom í morgunmat kl.o9 að okkar tíma. Gekk víst illa að vekja okkur ... hann var á leið á eigin frumsýningu og síðan til Berlínar.

Síðdegis örkuðum við eins og ráðsettar maddömur gegnum bæinn í svölu sólskinsveðri og skoðuðum útsprungnu vor og vetrarblóm í Botaniska garðinum á leiðinni í Statens musseum for kunst, þar sem við defndum okkur beint í danska gullaldarlist.

Hef aldrei bottnað í af hverju vintergæk eru gul blóm í Svíþjóð, en nú fékk ég það á hreint: það sem danir kalla vintergæk kalla svíar snædrop og það sem danir kalla erantis kalla svíar vintergäck.

Um kvöldið lukkaðist mér loksins að heilsa upp á Hany og Bryndís sem voru gestgjafa á Tangozoo á Nærrebro þá helgina, með kennsku og milongu. Þau eru orðin velþekkt og vinsæl í danska tangóheiminum : ).

Mánudagur í rólegheitum. Út að borða um kvöldið á thæstað við Kultorvet með Marianne og Stina sem loksins hittust almennilega ... Og fyrir heimferð á þriðjudag: hádegi með Stellu Kristni og Jóni!!! Stella og Kristinn voru að fara á tangóhátíð í Málmey, en ég norðurávið: Til Osló á Skírdag.

Þann 1 apríl tók ég rútuna síðdegissólinni með Amelie og svo beinustu leið á milonguna í Scenhuset í Majorstuen í Oslo. Það hús hafði bersýnilega verið einhverskonar kirkja. Eftir undurfagrar eikartröppur upp nokkrkar hæðir oppnaðist hinn bjartasti geimur, hvít máluð hvelfing og hvítir veggir með stórum gluggum með grænum flaujelsgardínum sem bugðuðust niður á jafngrænan panelvegg. Og þegar maður tók tröppurnar upp í fatahengi og hvíldarhorn með stórum púðum sem löguðu sig að líkamanunum um leið og laggst var á þá, þá blasti líka við orgelið, dæmigert gamalt kirkjuorgel, rammað inn í umhverfi sem gat minnt á Þingeyrakirkju, með handriðinu fyrir framan o.s.frv.

Við fengum lúxus gistingu í einbýlishúsi - eða ég hélt það allan tíman þar til húsráðandi fór að tala um pólverjana í kjallaranum, gott ef ekki tvær pólskar fjölskyldur - hjá skemmtilega klikkuðum geðlækni sem er hættur að geðlækna, dansar tangó og stundar líkamslækningar, skrifar smásögur og ljóð, ræktar garðinn sinn og börnin.

Frábært marathon, fín stemmning, góð tónlist, góður matur, gott fólk og skemmtilegt.

Páskadagurinn endaði með ljúfu matarboði hjá Eyjólfi heimspekiprófessor og fjölskyldu hans í Torshov, þar sem ég loksins fékk að hitta Kjartan Ottóson í eigin persónu.

Tangó í Berlín 10. -16. mars

Nú er mánuður síðan ég flaug til Berlínar í 6 daga ferð með Amelie Larssen; ferð sem ég vil ekki gleyma með 5 ólíkum milongum sem ég vil ekki gleyma ...

Svona leit hann út ráðleggingarlistinn frá tangóvininum herra bangsímon í Berlín þá dagana:


Miðvikudagur 10 mars Roter Salong

Fimmtudagur 11: villa kreuzberg
Föstudagur 12: "Tangotanzen macht schön" there is also salon urquiza (better and younger dancers there but i guess you will like the first one better)
Laugardagur 13: Studio Art.13 mayby after that Rixdorf
Sunnudagur 14: Tangoloft mayby after that Max und Moritz
Mánudagur 15: nothing big on mondays - mayby La BerlINESa
Þriðjudagur 16: Clärchens Ballhaus !!!

Og við fylgdum honum ansi vel, Amelie og ég á okkar rannsóknarleiðangri í tangólífi borgarinnar. Það var sum sé þann 10 mars síðastliðinn sem við lentum á Tegel flugvellinum og fundum flugstrætó og S - lest nr 41 - sem fer rangsælis meðan nr 42 fer meðsóls - áleiðis að Shönhauser Allé og dvalarstaðnum við Gaudystrasse nr 11 á Prenzlauer Berg.

Við Byrjuðum á því besta: Roter Salong við Rosa Luxemburg Plats, þar sem ég hafði ekki verið í 11 ár. Nú var nýbúið að opna staðinn aftur eftir nokkurt hlé og þangað koma margir bestu dansararnir, rétt eins og á Max und Moritz, sem við misstum raunar af, því við undum okkur á Tangoloft allt sunnudagskvöldið. Það var í léttu göngufæri frá Gaudystrasse og við nutum logndrífunnar í myrkrinu báðar leiðir.

Adressurnar á tangóstaðina var ég búin að fiska upp frá netinu - http://berlin.tango.info/milongas - en lesmál á landakortum reyndist svo smátt að ég hefði örugglega ekki fundið leiðirnar, hvorki á kortinu né í raunveruleikanum, hefði Amelie ekki verið með góð augu og auk þess smá reynslu af að leita uppi milongur í bakhúsum og skúmaskotum Berlínar. Hinsvegar virtist hún jafn óvitandi og ég um þá staðreynd að tvö kerfi eru í gangi á gætunúmerum; okkar venjulega með oddatölurnar öðru megin og þær jöfnu hinum megin, en líka einhver undarlegheit sem ganga útá að lágu tölurnar byrja í sitthvorum enda götunnar þannig að öðru megin götunnar fara númerin hækkandi en hinum megin lækkandi. Við fengum því extra göngutúr út á enda og tilbaka aftur þegar við vorum á síðasta snúning fyrir miðnætti að finna Villuna Kreuzberg, þar sem ég var búin að mæla mér mót við tvo þýska tangóvini.

Að við vorum seinar fyrir þenna fimmtudag var hinsvegar útaf Dimma staðnum, The Dark Place, sem við borðuðum þriggja rétta lúxusmáltíð á, framborna af blindu þjónustufólki. Aldrei hef ég verið í svo svörtu myrkri, þeim hafði tekist að útiloka allar glætur, hvern einasta geisla, allir gestir með slökkt á móbílum og öðru lýsandi ...

Ég kunni fljótt vel við mig í myrkrinu, ekkert mál að hella sjálf í glasið. Hafði átt von á að þurfa að hreinsa fisk og ráðast á skeldýr í fullum skrúða en matseðillinn "frá hafi og vötnum" var auðveldur viðureignar eins og hinir sem voru á boðstólnum: Allt á diskunum má borða, var okkur tilkynnt þegar gengilbeinan blinda skellti þeim markvisst fyrir framan nefið á okkur.

Og eftir þrjá tíma í vissi ég að ég á ljós líka í svartasta myrkri. Ljós sem ekki bregst. Ljós sem kemur og fer. Ekki þetta venjulega sem kemur þegar myrkrið venst og maður byrjar að greina vissar útlínur, heldur það sem kemur þegar engar slíkar línur má greina. Hvítt ljós, gult, grænt og blátt ... líkt og norðurljós á sveimi umhverfis höfuðið. Kemur og fer..

Þriðjudaginn 16. mars flugum við aftur til Gautaborgar, og ég byrjaði strax að skoða næsta möguleika á Berlínarferð, helst í hlýju vori þegar ljúft er að vera á vappi á daginn ... já í maj, þá fer ég aftur!