My Photo
Name:
Location: Göteborg, Sweden

Thursday, February 17, 2005

morgunglæta

það sem gerir himininn bláan á þessum tíma sólarhrings eru borgarljósin og séð frá glugganum mínum eru þau þéttust í kirkjugarðinum. Yfir paradísarhæðinni hangir gráhvít slæða ... ég veit ekki hvað ég á að segja við heiminn svona snemma morguns; þetta er fyrsta tilraunabloggið mitt og það eina sem mér datt í hug í gær var að ég ætti að setja rögg á mig og stofna Partillepoesi og búa til ljóðahátíð í eigin bæ, já eða bæjarhluta eins og sumir vilja halda því fram að Partille sé og tala þá um gamla þorpið og umhverfi þess sem kransakommúnu ... utan um Gautaborg að mér skilst. Það er eins og hlutirnir gerist ekki með manni sjálfum í nema maður búi líka til kringumstæðurnar. Samt sendi ég nokkur ástarljóð til Kambodíu um daginn, svona til vonar og vara ef einhver skildi gera alvöru úr ljóðahátíð i Phnom Penh!!!

Í dag kemur Riku heim frá Buenos Aires og ég var að vona að frostið yrði búið að vera og snjórinn svo mér væri óhætt að rúlla á sumardekkjum út á Landvetterflugvöll til að bjóða hann velkominn til baka inn í kaldranalegan veturinn ... en það er fimm stiga frost og leiðin liggur ekki bara um bráðnaða hraðbraut; OK hálfur sólarhringur til stefnu!

0 Comments:

Post a Comment

<< Home