My Photo
Name:
Location: Göteborg, Sweden

Saturday, February 19, 2005

Tango 3 á Club Continental

Ég dansaði tangó á fimmtudgskvöldið eftir c.a. fimm mánuða hlé. furðuleg tilfinning, líkt og fæturnir flæktust smá fyrir mér, og allskonar kúlur og aum undarlegheit undir þófunum. Samt var ég með hnausþykka skóbotna. Náði mér þó það vel á strik með Åke að hann bað mig vinsamlegast um að vera ekki með svona langar lappir! Og annar gítarleikarinn gaf okkur merki sem þýddi go for it ... Það var suðuramerísk tónlist hjá Club Continental á Pusterviksteatern við járntorgið með tríóinu Tango 3 ásamt hvítskeggjaða kontrabassaleikaranum og söngvaranum Fransisco Chinaloi (sem hefur m.a.leikið með Bebo Valdés) og prógrammið var tónlist frá flestum löndum Suðurameríku. Gítaristinn Lautaro Parra er frá Cile; gítaristinn og söngvarinn Diego Rodriguez frá Spáni og hinn undur fagri og flinki fiðluleikari Emilio Estrada frá Kúbu og leikur jöfnum höndum klassíska fiðlutónlist, jazz, swing og tango. Fín tónlist og fjölbreytt eins og gestirnir, með nokkurm tangóurum og álíka mörgum salseróum og einum elddasnara ... Tangó 3 var stofnuð í Stockhólmi fyrir bara þrem árum síðan.

Marianne fór til Kúbu í H. C. Anderssenafmælis leiðangur í boði kúbanska sendiráðsins. Hún ætlaði að vera í tíu daga og þeir eru liðnir en hún gerir ekki vart við sig enn.
Það er ýmist rigning eða frost og flughálka. Nágranni minn bankaði upp á og varaði mig við því að hálkan var auglýst í útvarpinu svo ég sleppti því að fljúga áleiðis út á flugvöll og tók bláan express í bæinn, eða kommunal límosínu eins og Sirpa Lena hefði kallað það. Les í mbl. um mikil glitský yfir Íslandi, perlumóðurský, sem gleður fólk og geri það háleitara.

2 Comments:

Blogger Jóna Finndís said...

Flott veggfóður :-) Og skemmtilegar tangófréttir...

7:58 PM  
Blogger Kristín Bjarnadóttir said...

TAkk! og ég valdi það sjálf!
kristín

1:52 AM  

Post a Comment

<< Home