My Photo
Name:
Location: Göteborg, Sweden

Tuesday, February 22, 2005

Qigong

Ég held að qigong helgarnámskeiðið sé bara það gáfulegasta sem ég hef lent í lengi; ein æfingin er nefnilega eins og stolin frá tangó - eða öfugt- og þar með efast ég ekki lengur um hollustu tangósins. Ég vissi ekki að það væri svona voða hollt að snúa uppá sig en það er einmitt uppánsúningurinn með vel lyftum brjóstkassa sem kemur heim og saman í báðum þessum mannbætandi hreyfingarmynstrum Qigong og Tangó. Og nú veit ég að þessar vindur eru ekki skaðlegar fyrir hliðarvöðvana í hryggnum, þvert á móti: gefa þeim lífshvetjandi styrk!

Marianne kom í leitirnar hress með Kúbuferð!

Það var jarðýta fyrir utan svefnherbergisgluggann minn sem byrjaði að æða um klukkan fögur á mánudagsmorgni, ég opnaði gluggann til að sjá hvað hún væri að gera og hún æddi í burtu með malarbing framan í sér austur eftir Galoppveginum mínum,(=Stökk- eða Þeysigötu) en þegar ég lokaði glugganum kom hún aftur og hávaðaðist þannig að ég gafst upp á eigin bræði og ákvað að jarðýtuhljóð væru hin ljúfustu og sofnaði útfrá því.

4 Comments:

Blogger Anna Magga said...

Sæl elsku Sigga Stína
Gaman að fylgjast með því sem á daga þína drífur.

Kær kveðja frá Íslandi
Anna Magga, litla frænka :-)

12:14 PM  
Blogger Kristín Bjarnadóttir said...

TAkk elsku littla frænka mín!!!
frábært með óvænta millilandaheimsókn ...

12:21 AM  
Blogger Kristín Bjarnadóttir said...

og bið að heilsa öllum Sölvabakkadýrum ...
með kærri kveðju frá Siggu Stínu

12:32 AM  
Blogger Kristín Bjarnadóttir said...

TAkk fyrir þetta skemmtilega Prellukomment; Elísabet blóm, svona uppörfun þarf maður, annars er einmanalegt í geimnum eins og þú veist ...
med kærri kveðju frá stínucitu; kristínu og siggu stínu

7:39 PM  

Post a Comment

<< Home