My Photo
Name:
Location: Göteborg, Sweden

Monday, March 07, 2005

Marslyckan á Hamingjunnar Herragarði

Í gær fékk ég þriggja vikna undurfagra Tovedóttur í fangið! úti í Österlyckan, hamingjunnar herragarði c.a. 30 km hér fyrir austan Gautaborgina.(sjá Marslyckan á heimasíðunni www.verdemar.org)
Þar var tangó um helgina og ég er yfir mig lukkuleg getað dansað aftur, bæði föstudagnótt og sunnudagssíðdegi. Hélt að allur tangó væri horfinn úr mér en svo fann ég að "heimsinsbestu tangóarar" réðu alveg við að stjórna mér! Riku; Konstantin; Gunnilla ...

Var svo heppinn að snúa ökla á mínum hressari fæti á föstudagskvöldi, þannig að ég var með bláa og bólgna bremsu og hvíldi mig allan laugardaginn (sem var gott fyrir hælsinuna á hinum fætinum) og gat notið mín þeimun betur á síðdegismilongunni í gær.

Riku kominn tilbaka frá Buenos Aires og argentínskum fjallaferðum, hlaðin tónlist og endurnýjaðri dansgleði; Tugur Stockhólmara mættur ásamt Elínu elegans, par frá Þrándheimi og Þjóðverjar frá Kaupmannahöfn og Dani frá Berlín ... hljómar eins og engin tolli í sínu upprunalega landi, að það eigi líka við um dagsins evrópska tangófólk.
Abrazofólkið Åke, Mats og Ann mættu á Österlcykan til að kveðja, á leið til Buenos Aires, fimm manna hópur lagði á stað héðan á laugardaginn.

Sjálf er ég búin að verða mér úti um gistingu í Lundi um páskana, til að vera með á tangóhátíðinni í Málmey, http://malmotangofestival.com/ með Milongum fimm kvöld og nætur í röð. Paul Utters ársgamla hljómsveit leikur fyrsta kvöldið og DJ allar nætur: Konstantín frá Berlín; Magie frá Cile og Lundi og Riku frá Finnlandi og Gautaborg ...

0 Comments:

Post a Comment

<< Home