Við erum lifandi - takk fyrir það
Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Gautaborg hófst á föstudagskvöldið 23 janúar. Hátíð númer 38.Vígð av menningarmálaráðherra Alice Bah Kuhnke sem stóðst allar væntingar varðandi skemmtilegheit. Sagði sögur og lagði áherslu á hve mikilvægt það er að gera og sjá og ræða um kvikmyndir.
Rauðar gular grönar og bláar regnhlífar loftinu í menningarhöllinni Aktionsverket - Kulturarena á þriðju Löngugötu. Japanskir smárérrir og kvikmyndafólk meðfram öllum veggjum ... á miðju gólfinu er barist ... með japönskum prikum, hvítklæddir menn í einvígi ... ha dúell, er það einvígi á íslensku? Hm. Hvítklæddir menn í návígi tveir og tveir í senn hefja löng prikin á loft eftir kúnstarinnar reglum - örugglega japönskum – og láta sér lenda saman, þar til annar hvor kútveltis um á gólfinu. Á sviðinu stendur kona og baðar út öngunum ... eins og hún sé að stjórna ósýnilegri hljómsveit ... eru það bardagarnir sem hún er að stjórna? Ónei, það er tónlist, ósýnilegi kórinn er læf, stendur eins og fjarska, uppi á háum svölum og ómar þaðan um allt verkið.
Amma var vön að hringja í mig á hverju kvöldi klukkan átta Svo hætti hún því. Eftir það hringi ég til hennar, sagði Michael Noer danski leikstjóri vígslumyndarinnar. Það var frumsýning á Nøgel hus spejl/Key House Mirror. En verið ekki að spá í að þetta sé um eldra fólk; myndin fjallar um minnið en munið að þetta er ástarsaga, hún fjallar ekki um gamalt fólk eða ungt fólk, hún fjallar um ást sagði Michael áður en myndin var sýnd, með Ghita Nørby og Sven Wolter sem brilleruðu að sjálfsögðu í aðalhlutverkum, á tjaldinu og framan við það.
0 Comments:
Post a Comment
<< Home