My Photo
Name:
Location: Göteborg, Sweden

Wednesday, February 10, 2010

Ingmar Bergman international debut award 2010


Amsterdamska Esther Rots

Á Gautaborgarhátíðinni (sem lauk á mánudaginn var)
eru ýmis konar verðlaun veitt til að örfa og gleðja kvikmyndagerðarfólk á byrjunarstigi í bransanum; ein þeirra eru Alþjóðlegu Ingmar Bergmans verðlaunin "Debut Award", sem var úthlutað í lokahófi laugardagsins.

Það gladdi mig að hollenska myndin
Can Go Through Skin (Kan Door Huid Heen), hlaut þau verðlaun í ár, því sú mynd fylgir mér áfram marandi í meðvitundinni enda meiningin að draga áhorfandann inn í heim aðalersónunnar bæði þegar hann litast ofskynjunum og paranoju og þess á milli hvunndagsraunsæi. Í byrjun myndarinnar verður aðalpersónan fyrir nauðgun og eftir það leitar hún athvarfs og einangrunnar á eyðibýli sem hún tekur til við að gera upp að innan, og sjálfa sig um leið.

Ég átti ekki von á neinni afbragðs mynd, fór að sjá hana af rælni snemma á hátíðinni af því vinur minn Mats fór að sjá hana og af því það er gott pláss fyrir fæturna í Bío Caitol. Svo ég var steinhissa þegar upp var staðið hve einfaldur söguþráðurinn gat fléttað mig inn í raunveruleikabrengl sem reyndist sálfræðileg hugvekja á mörkum tryllis.


Esther Rots er leikstjóri og handritshöfundur myndarinnar Can Go Through Skin (2009) og raunar einnig próducent. Hún býr í Amsterdam, er menntuð í The Dutch Film Academy og er hefur áður gert þrjár stuttmyndir.

2 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Ekkert búið að kommantera á Ingimar Bergman verðlaunin?
Langt síðan ég las um þau og beið eftir að einhver annar tilkynnti sig. Kv.Bogga

10:42 AM  
Blogger Kristín Bjarnadóttir said...

nei allir eru á facebook ... og kannski les fólk bara texta sem er max ein lína. Nema þú!!!

3:12 PM  

Post a Comment

<< Home