My Photo
Name:
Location: Göteborg, Sweden

Saturday, January 09, 2010

sagan um saab

Einu sinni var sænskt bílafyrirtæki sem hét Saab og framleiddi allskonar bíla sem áttu það sameiginlegt að heita Saab og líka eitthvað af flugvélum til að fara í stríð. Þær hétu ýmist Saab 39 Gripen sem þýðir dreki eða JAS sem þýðir veiði árásar og leitunar eða njósna vél.

Í tíu ár átti ég vænglausan lúxus Saab 99 frá 1978 með rammagnsspeglum og öllu og keyrði hann eiginlega upp til agna. Króatinn sem var vanur að logsjóða hann fyrir skoðun neitaði að sjóða meira. Hann varð að varahlutum vorið 2006.

Svo varð Saab amerískt fyrirtæki og nú er bæði verið að selja það og leggja niður. Þannig hljóma fréttirnar.




0 Comments:

Post a Comment

<< Home