My Photo
Name:
Location: Göteborg, Sweden

Monday, January 04, 2010

Ég hef allt


Ég lifi í lúxus. Borða Litchie og aðra exótíska ávexti bæði Rambutan
og Mangostan. Fæst í Ica Maxi núna. Ótrúlegt. Horfi á snóinn þekja bílana í götunni
líka veginn húsin og klettahlíðina að hluta.


Ég hef allt. Læk til að hlusta á tifa milli frostklæddra bakka,
fætur til að færa sjálfa mig til og frá, stækkunargler til að komast inní Bænahús Ellu Stínu
og sjónvarp sem virkar enn tuttugu árum eftir að ég keypti það notað.
Hef meira að segja pínulittla myndavél sem getur búið til pínulittla vídíómynd.

Svo littla að hún vill ekki kópíerast hér.

Ég hef allt.
Því þegar ég fór að kaupa í matinn læddust The Essential Elvis
og The Essential Janis Joplin oní innkaupakörfuna. Þau fylgdu mér heim, settust á CDspilarann - því eigi maður allt þá á maður CDspilara - og við rokkum allan sólarhringinn einsog Birgir vetrarmaður og Inga eða Gyða væru mætt í tjútti frá nítjánhundruð fimmtíu og sjö. Jailhouse Rock. Don´t be Cruel, Hard Headed Woman, All Shook Up, Hound Dog ...

Svo er ég líka með Savannatríóið, 70 lög til að muna með.

Hef allt.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home