My Photo
Name:
Location: Göteborg, Sweden

Wednesday, June 24, 2009

kveðja frá KUALA LUMPUR

Ég er á flugvellinum í Kuala Lumpur þar sem kl. er að ganga sex síðdegis (einum tíma á undan Kambódískum tíma og 8 á  undan íslenskum) og kemst ekki lengra fyrr en um miðnætti, þá er eftir ca 12 flug til Stockhólms, síðan lestin til Gautaborgar síðdegis fimmtudag.

Í morgun kl. 8 yfirgáfum við (Hanna Hallgren, Jóanes Nielsen, Marianne Larsen og ég = 4 af 6 norrænum skáldum) Gullna Hliðið, þ.e. hótelið í Phnom Penh við 278 götu, sem líka er kölluð Gullna gatan, því flest við hana heitir gullna eitthvað. 

Ég á eftir að sakna þess að ganga út í þykku Kambódíönsku hlýjuna sem umlykur mann eins og mjúkur faðmur; svo notaleg og stundum sánaleg þegar komið er beint úr loftkældum vistarverum. Örugglega holl fyrir líkamann.

Ég á eftir að sakna tuk-tukanna sem þyrpast að manni í von um að vinna sér inn smá pening með túristakeyrslu þann daginn, og sumir hverjir fljótir til að kalla á mann með nafni. Tuk-Tuk (yfirbyggðir mótórhjólavagnar) eru nýir á nálinni í Phnom Penh, innfluttir frá Tailandi skilst mér, nokkuð sem ekki sást þegar Anna bjó hér (2001- 2004). Það var öðruvísi borg sem hún kom til, engin götuljós, engar malbikaðar götur, og þá voru kýr í miðbænum, og hún vaknaði hvern morgunn við hanagal (!). 

Strætóar þekkjast ekki í Phon Penh en skellinöðrur og mótórhjól eru enn hin vinælustu farartæki. Cyklos hinsvegar á undanhaldi (reiðhjólaleiguvagnar), oftast sá ég þreytta eldri menn á sínum Cyklos, enda sagði Tararith sig dreyma um ap stofna Cyklósafn. Tararith er framkvændastjóri samtakanna sem stóð að hinni þriggja vikna ljóða og bókmenntahátíð sem við tókum þátt í og sem lauk með á laugardaginn með norrænni og kambódíanskri dagskrá frá kl. 07 að morgni til 05.  Öll síðasta vikan var ævintýri líkust og ekki hefði ég viljað missa af því að kynnast börnum og kennurum á þeim tveim stöðum sem við Marianne héldum workshopsi creative writing fyrir krakka sem áður höfðust við og unnu á hinum heilsuspillandi ruslahaugum, við að safna dóti til að selja, börn sem bjargast hafa þaðan og geta nú gengið í skóla. 

Kannski text mér að líma nokkrar ferðasögumyndir þegar ég kem heim : )


Pottþétt á eftir að sakna hans mister Phary með hendur sem sjá; nuddarans míns á the Seeing Hands í götu 288, nr 48. Þar eru allir nuddararnir blindir eða sjónskertir og menntaðir í japönsku Shi Atsu Treatment. Lúxus að geta leyft sér að taka tveggjatíma meðferð fyrir 2x6 dollara. Seeing Hands var eina nuddstofan sem Anna treysti, annars veit maður aldrei hvað maður er að styðja sem viðskiptavinur, sagði hún, hvað kann að leynast bak við pottþétta forstofuna. 


Ég á eftir að sakna fallegu handahreyfinganna sem einkennir Apsaradansinn og aðra hefðbundna kambódianska dansa. Síðasta daginn í Phon Penh heimsóttum við Jóanes og Marianne einn dansskólann: AAA  Apsara Art Association 
Það valdi ég framyfir að heimsækja pyntingaklefana í hinu alræmda S 21 fangelsi Pol Pots sem fáir komust lifandi frá og þar sem nú er Toul Sleng Museum með myndum af hinum látnu fórnarlömbum. 

Að hlusta á stofnanda skólans AAA, hina fyrrverandi konunglegu dansmey Vong Metry, segja frá hvernig hún bjargaði sér gegnum árin óttalegu á áttundua áratugnum þegar Pnom Penh var tæmd Apsaradansinn bannaður eins og önnur menning (1975 - 1979) og hún eins og aðrir rekin út á hrísgrjónaakrana til að þræla, maturinn afar takmarkaður ... hvernig þá var kostur að þykjast ekkert vita um menningu og listir o.s.frv. það reyndist fyllilega nógu dramatískt fyrir mínar taugar að hlusta á hennar orð. Nú er hún 56, undurfægur og vinnur annarsvegar að því að bjarga dansinum frá gleymsku og hinsvegar að því að bjarga börnum fátækra foreldra og foreldralausum frá götulífi eða því sem er verra. Um 80 börn allt frá 4 ára aldri eru í dans og tónlistarnámi í AAA og þaraf búa 25 í skólahúsinu.

Og svo á ég eftir að sakna krakkanna frá ruslahaugunum, sem tóku þátt í tímunum okkar og voru svo hugrökk, frumleg og fín skrifandi sögur ljóð og drauma.

5 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Vonandi verður endirinn á ævintýraferðinni þinni líka góður þó þreytandi sé að bíða lengi á flugvelli. Hlakka til að sjá myndirnar þegar þær koma með.
Kveðjur að norðan. Þín systir Bogga

3:44 PM  
Anonymous Anonymous said...

Ég frétti það í sundlaug vesturbæjar að þú værir í kúlalalala lúmpur, gaman að því, það var stella litla systir sem ég hitti í lauginni og næstum einsog að hitta þig þið voruð eitthvað svo líkar einsog oft, og ég saknaði svo þess að fara í sund með þér og hugsaði nú á ég enga sundvinkonu, stundum kom vilborg, stundum katrín, hvar eru þær,

en þetta ferðalg er alveg ótrúlegt, hugsa sér að þú skulir hafa farið alla þessa leið í þessa miklu hlýju og allt öðru vísi,

skoða dansana við tækifæri, gott að vita af þér heim eða á leiðinni heim

kúlalala kristín

ellastínablóm

2:35 AM  
Blogger Kristín Bjarnadóttir said...

ástarþakkir Bogga fyrir kommentin og hvernig þú náðir í skottið á mér í Kuala Lumpur haha, veit ekki af hverju skypesambandið varð svona slitrótt á þeim eliganta flugvelli þrátt fyrir alla pálmana sem blöstu við ...

4:45 PM  
Blogger Kristín Bjarnadóttir said...

og ástarþakkir ellustínublómið, svo ljúft að koma heim og sjá að þú hefur verið í sundi með henni systur minni ...
lenti í norrænu sólskini í gær nú er ég búin að sofa dáldið og þarf að sofa meira eftir allt þetta flug og tímarugling ... á nokkra kambódíanska ávexti enn að smjatta á og ætla mér sumarið í að melta þessa ótrúlegu ævintýraferð
fannst samt soldið vitlaust að lenda ekki hjá ykkur í reykjavík og sundinu ...

4:53 PM  
Anonymous Anonymous said...

já, þú getur allt lent hér þegar þú ert búin með ávextina, þá skal ég mixa handa þér drykk.

kram. Ellas

8:30 PM  

Post a Comment

<< Home