Óbamadagurinn mikli og upplestrarvika í VesturSvíþjóð
Ég var svo heppin að vakna fyrir kl. fimm (sænskum tíma) í morgunn, alveg mátulega til að sjá Barack Obama í beinni frá þar sem hann mætti með fjölskylduna og fagnaði ... eða réttara sagt tók þátt í fögnuði kjósenda sinna í Grant Park í Chicago. Sumir höfðu verið í biðröð í 25 stundir til að vera sem næst honum þegar hann héldi sigurræðuna. Mér fannst ég næstum standa þar líka þegar ræðan loksins kom : ).
Svo nú er bara að halda áfram að óska heiminum til hamingju ... og vona hið besta þegar hann tekur við embættinu og vandanum ...
*
Ég er að lesa upp annanhvern dag í þessari viku þannig kvöldið í kvöld varð líka sögulegt í mínu lífi með upplestri í Musikens Hus í Gautaborg, með sænskum stjörnum bókmenntaheimsins: þeim Jonasi Hassen Khemiri og Katarina Frostenson, frá Stockhólmi. Svo við tvö héðan af svæðinu, Gösta Carlson og ég (íslenskur Gautaborgari!). Dagskráin nefndist "Stenarna där barn jag lekt" (eftir ljóðlínu sem fengin er að láni úr Ensamhetens tankar, eftir sænska skáldið Verner von Heidenstam) og ég naut þess að lesa bæði ljóð um tango og úr Því að þitt er landslagið, því þar er nóg af steinum til að tengja við þemað. Ég naut þess að lesa, fékk svo fína áheyrn, og komment frá sjálfri Frostenson sem mér þótti mjög vænt um " jag tyckte om din tango" sagði hún (enda las ég titilljóðið úr bókinni Ég halla mér að þér og flýg). Þar sem ég var fyrst í röðinni gat ég notið þess óspart að hlusta á hin það sem eftir var kvöldsins.
Katarina Frostenson er með nýja ljóðabók í ár: Tal och Regn. Og Jonas Hassen Khemmiri - heimsfrægur á Íslandi síðan á bókmenntahátíðinni í fyrra - er með leikrit í tveim leikhúsum núna í haust og bókina Invasion!. Heimasíðan hans er HÉR.
Jonas fæ ég reyndar að hlusta á þrisvar þessa viku (!) því við vorum bæði að lesa upp á Bókasafninu í Skövde á mánudaginn var og á föstudaginn kemur erum við boðin til Vänersborg við Vänern. Allt á vegum Forum för poesi och prosa.
Hér er eitthvað eftir okkur Gösta.
5 Comments:
Trist att jag inte kan isländska!
Men Kajsa, du kan följa länkerna, t.ex. den här:
http://www.alba.nu/forum/
och hitta en enkel berättelse på svenska i alla fall.
Kul att du kom på besök : )
Til hamingju sjálf! lika með félagsskapinn og steinana.
EO
Mikið er nú gott að sjá bloggið þitt.Ég var nærri hætt að líta eftir því.
Ánægjulegt að sjá hvað þú ert í góðum félagsskap að lesa upp og nýtur þess. Einnig mjög gott að sjá hvað læknirinn þinn er ánægður með batann.
Bestu kveðjur frá Boggu
Ástarþakkir fyrir kveðjunar, var farin að hafa smá áhyggjur af þér Bogga sem alltaf hefur verið svo vakandi um leið og ég geri vart við mig hér. En nú er mér létt! Líklega best að halda bara áfram að blogga á íslensku þrátt fyrir allt : )
Post a Comment
<< Home