My Photo
Name:
Location: Göteborg, Sweden

Monday, March 31, 2008

Tangóhátíðin í Malmö 2008 og annað söguefni


Kirkjan sem varð tangóhöll:


Eftir sólarblíðu og útilíf við Sólarhliðið og nágrenni þess í höfuðborg Spánar, lenti ég í alhvítri Svíþjóð, seint þann 17. mars. En einum og hálfum degi síðar voru léttu fötin komin nýþvegin oní töskuna aftur. Mars náði nefnilega ekki bara að bjóða mér í vikuferð til Madrid, heldur líka á fimm daga alþjóðlega tangóhátíð í Málmey með fínum kennurum, síðdegisæfingum og milongum allar nætur, að ógleymdum öllum skemmtilegu gestunum: strax fyrsta kvöldið heilsaði Paul hátíðarstjóri mér og sagði: systir þín er komin. Tvö pör komu ofan af Íslandi og annað þeirra var Stella systir og Kristinn.

Málmeyjarhátíðin er í umsjá Maríu og Pauls som reka heila tangóhöll Tangopalatset, sem einu sinni var kirkja. Þau gerðu kirkjuna upp og breyttu í tónleikahöll og dansskóla fyrir fáeinum árum.


Hliðarhopp:

Viltu meira! spurði Thierry Le Cocq í hádegismatum og rúllaði risa þykjustucannabisrettu handa mér, útaf að ég var öll á lofti með tónlistinni sem Constantín spilaði, kannski var það rokk kannski hipphopp, ég fauk útá gólfið við hvað svo sem það var.

... þetta atriði minnti mig á þegar ég var ung og alltaf stoppuð í tollinum útaf að ég hagaði mér skakkt og var eithvað vitlaus í augunum svo tollverðir héldu ég væri með ólögleg efni, í mér, á mér og með mér, vildu alltaf fá að skoða dótið mitt ...

Matarhléin voru annars einu stundirnar þegar ætlast var til að fólk sæti frekar en dansaði á hinni ævintýralega ljúfu tangóhátíð um páskana. Svefntími frá því að milongum lauk kl. 04 þar til morgunmatur hófst í tangóhöllinni kl. 11. Annars tangó og aftur tangó, stöku sinnum salsa, bachata, swing og chacarera. Og þegar tími var kominn til að umturna kjallarasalnum, breyta honum úr matsal í danssal, eða úr danssal í svefnsal þá kom tónlist úr öðrum dansheimum, sem jafnvel tangókóngurinn frá Berlín, Constantín sjálfur, gat tekist á loft með og hipphoppað við.


Cortína hvað!:

Þú fékkst mig til að dansa svo fallega í nótt, þakka þér fyrir það, sagði einn af mínum uppáhalds dansherrum daginn eftir þriðju milonguna. Gat ekki hugsað mér fallegri viðurkenningu. Ekki eftir að hafa dansað klukkutímum saman um nóttina, óhlýðnast cortínunni ...

Það er annars orðin lenska hér í Norðrinu a.m.k. að brjóta klassísku regluna um að takmarka sig við eina töndu í senn("tanda" yfirleitt = 4 tangóar) , maður óhlýðnast cortínuni (lagstúfur sem gefur fólki tíma til að skipta um dansfélaga) og fer ekki fet af gólfinu frekar en vill, hámark að þykjast fara af gólfinu með því að mjaka sér útfyrir en halda svo áfram að dansa við sömu manneskjuna ef báðum sýnist svo.

Yfirleitt tel ég mér trú um að þetta sé dónaskapur, en nóttina eftir föstudaginn langa gerðist ég ein af þeim verstu og naut þess.


Prins og tveir refir frá hátíð sem var - gamlir leikfélagar og nýir:

Og æ oní æ eitthvað óvænt, sýningarnar, gamlir leikfélagar sem birtus og nýir. Endurfundir t.d. eftir nærri 4 ár eins og þegar Paul prins frá Hollandi birtist og Paras konan hans ... Hann lék Litla Prinsinn á síðustu Carpe Diem hátíðinni i Stångby fyrir utan Lund sumarið 2004, og refurinn var þrjár konur. Ég, Paras og hollensk Margrét, lékum þrefaldan ref á rauðum buxum och rifumst um ástir Litla Prinsins. Þetta var dansað drama undir stjórn tveggja leikstjóra frá Berlín, með nokkrum prinsum og refum, rollum og öllu - Homer frá Bandaríkjunum lék kind með bjöllu - og sýnt á stærsu hátíðarmilongunni sem var haldin í gríðarstórum sal inni í Lundi.

*

Hubertus heitir einn uppáhalds dansleikfélaginn sem ég hef ekki heldur séð mikið til síðan Carpe Diem hátíðin og La Pradera helgarnar í Stångby voru lagðar niður(sjá neðan). Hubertus var skyndilega mættur á föstudaginn langa með tveggja ára dóttur sína, Olvivíu, og móður hennar amerísku konuna sína komna langt á leið með næsta barn. Hin fagra Olivía gerði vart við sig með yndislegu öskri þegar hún leit við í tíma hjá Thierry ...

Og nýir leikfélagar göldruðust fram, eins og danskfranski Oliver sem kallar sig “dansemusen” ef marka má áleturn á bolnum hans ... og reyndist elegant dansemus, þrátt fyrir stuttan tíma í tangónámi. Svo fær hann + fyrir óþrjótandi þolinmæði við að kenna mér bachata.

Hátíðinni lauk að morgni annars í páskum og eftir því sem rútan mjakaðist norðar, varð allt hvítara og hvítara. Fallega logndrífan lagðist yfir og allt um kring.

*

Til glöggvunar:

1) Carpe Diem var tangóhátíð sem óx og endaði sem 10 daga hátíð og trúlega sú alþjóðlegasta í Svíþjóð með mikinn hluta gesta víðsvegar úr Evrópu. Hátíðin dó þegar framkvæmdastjórinn Tove Albinsson, valdi fjölskyldulíf, barneignir og laganám framyfir tangóinn og varð Tove Glad. Hún lagði um leið niður tangóskólann sinn í gamla járnbrautarhúsinu í Stångby og "La Pradera" helgarnar við Prestsestrið; flutti yfir teinana í hús þar sem ástin hennar bjó og hvarf úr tangóheiminum sem hún hafði tileinkað sér af sögulegri ástríðu og framtakssemi.


2) Paras og Paul eru með tangóskóla í Hollandi, halda þar hátíðir sem ég ímynda mér að séu soldið í stíl við Carpe Diem. Heimasíðan er www.tangoatelier.nl


11 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Tollverðirnir hafa sennilega haldið að þú værir með mömmu þeirra í farangrinum, allavega upplýsingar um hana, pilsið eða eitthvað,

ekj

10:52 PM  
Blogger Kristín Bjarnadóttir said...

haha ... en ég faldi pilsið í tæskufóðrinu, svo þeir fundu bara gervifæturna og ólesnar myndabækur í dótinu

4:11 PM  
Blogger Kristín Bjarnadóttir said...

Æ, það kemur oftast æ þegar ég ætla að skrifa ö. Ö.

4:12 PM  
Blogger Freyja said...

Ég frétti að mamma og pabbi hefðu skemmt sér mjög vel líka. Mér finnst svo aðdáunarvert hvað þið getið dansað mikinn tangó. Kannski að mér takist að draga Ásberg út í þetta einn daginn... en ég mundi örugglega bara dansa við hann og kannski pabba. Mér finnst nefnilega svo óþægilegt að dansa við ókunnuga. Er það skrítið?

11:23 AM  
Anonymous Anonymous said...

já, svo er sagt að ég bloggi mikið en þið dansið mjög mikinn tangó, ég tek undir með freyju, þetta er mjög mjög mikill tangó, alveg ótrúlega mikill, ótrúlegt.

ella

2:42 PM  
Blogger Kristín Bjarnadóttir said...

sammála, mér finnst þetta líka mjög ótrúlegt = þarf að margbíta í tærnar á mér til að trúa því að lífið sé svona mikill dans!!!

5:53 PM  
Blogger Kristín Bjarnadóttir said...

Freyja mín, spurningin þín er spennandi, væri pottþétt efni í eilífðarritgerð fyrir mig ... kannski í mannogmenningarfræði, eða félags og snertifræði ... en já, hefurðu prófað snertispuna?

argentínski tangóinn er auðvitað ólíkur þeim gamla evrópska, þar sem maður sveigir höfuðið í átt frá dansfélaganum og einu sinni hebbði mér þótt dónalegt að vanga ókunnugt fólk ... en núna er það ekki mikið meira mál en handaband. þannig að ákv. merkingar eru ráðandi innan félagslega rammans ... og svo eignast maður sína leikfélaga ... og sína "óþægilegu" ekki leikfélaga ... hvað er illa skrítið og vel skrítið ... hm ... held ég fari á salsabátinn í kvöld (mannstu ættarmótið okkar þar!!!)

6:14 PM  
Anonymous Anonymous said...

JÆJA stína fína appelsína, ég er alltaf að hugsa til þín þessa dagana, á fullu að undirbúa afmælið mitt og skrifa leikritið og úpsíúpsss..

loveelísabet

7:27 PM  
Anonymous Anonymous said...

Frábært að lesa frásagnirnar þína eins og svo oft áður. Líka skemmtilegar móttökur sem þú fékkst, "systir þín er komin"
Kveðja.
Þín Bogga

10:26 PM  
Blogger Freyja said...

Já ég man eftir ættarmótinu á salsabátnum, það var ótrúlega gaman og fyndið.
Já ég held að ég sé með fóbíu fyrir svona "óþægilegum ekki leikfélögum" þegar ég dansa. Þess vegna verð ég alveg ótrúlega feimin þegar mamma og pabbi draga mig á tangóböll. Maður veit ekkert við hverju maður á að búast, og ég er bara dónaleg og segi nei við þá sem bjóða mér upp. Ég dansaði við einhvern gamlan perra sem bauð mér upp í Alþjóðahúsinu einu sinni... ég læt ekki draga mig út í svoleiðis aftur, oj bara.
Annars elska ég að dansa við herra sem ég þekki og treysti - dans er yndisleg uppfinning... ef það er uppfinning, kannski er það bara ein af frumþörfum mannsins?

5:32 PM  
Anonymous Anonymous said...

ekkert verið að blohgha nei, sting uppá að þú bloggir fimm lína færslur tilað halda þessu á floti,

knús, ellastína

6:13 PM  

Post a Comment

<< Home