My Photo
Name:
Location: Göteborg, Sweden

Monday, February 04, 2008

Músarholuleikrit með tveim blómum

Ablóm: hún er alltaf að leita að sjálfri sér

Béblóm: leita að sjálfri sér?

Ablóm: já að sjálfri sér ... eða sínum innra manni eða hvað veit ég.

Béblóm: og hvernig leitar hún?
Ablóm: hvernig?

Béblóm: já og með hverju, leitar hún?

Ablóm: já þú meinar það. Ja... náttúrlega ekki með sjálfri sér.

Béblóm: nei. Hún er sum sé eins og annað fólk?

Ablóm: ætli það ekki ... svona með skott.

Bblóm: Já, ég þekki engan sem fer að leita að sjálfum sér og finnur sig

þannig, það þarf einmitt skott til að eltast við.

Béblóm: eða penna ...

Ablóm: þú meinar mús.

Béblóm: ég meina mús.

6 Comments:

Anonymous Anonymous said...

mér finnst fyrstu þrjár replikkurnar mjög fínar, svo fer þetta - að mínum dómi - útí eitthvert grín sem ég næ ekki og fer að hugsa um hvort þetta sé tölvumús, eða alvörumús, svo ég myndi prjóna áfram þessar fyrstu þrjár, - hinsvegar var mjög gaman að sjá loksins leiktexta á síðunni.

12:56 PM  
Anonymous Anonymous said...

já líklega tölvumús ... en auðvitað er síðarihlutinn grátt næturgrín ... hinsvegar hefur mér lengi þótt það undarleg husun "að leita að sjálfri sér" ein og sjálfið sé einhver stabíl stærð ...

1:42 PM  
Anonymous Anonymous said...

skrifaðu þá um það.

12:06 AM  
Anonymous Anonymous said...

ekkert blogg. ekj ??? ha ha ha. er sjálfið yfirleitt til. kannski er þetta allt í alþýðuspekinni.

3:51 PM  
Anonymous Anonymous said...

Sjálfið er að sjálfsögðu bara hugtak. Og kannski tilfinning. Stundum. Mér líður samt best þegar ég gleymi mér. kb

4:54 PM  
Anonymous Anonymous said...

kemur ekki bráðum eitthvað nýtt eða gamalt, ekj

12:52 AM  

Post a Comment

<< Home