Hum hum og haustið sem leið
Hvar er best að byrja næsta ár
Ætti ég að skella mér Íslands til að dansa inn nýtt ár eða því ekki til Hollands?
Fékk í gær boð frá Paras og Paul, danskennurum sem halda fjögurra sólarhringa tangónýjárspartý í sínu tangóatalé, einhversstaðar í skóginum nálægt Utrecht. Þá væri upplagt að líta við í Amsterdam á leiðinni, á Tangógaldur. Sú hátíð á tíu ára afmæli en endist ekki alveg árið á enda (stendur frá 26. - 30. desember) en það gerir hins vegar tabútangóinn í skóginum sem kynntur er með yfirskriftinni: ‘TABOE-INTO-THE-NEW-YEAR’ tango holiday!
Ég humma fram af mér að ákveða nokkuð í bráð, annað en að taka flugið til Dublin á föstudaginn kemur og lestina til Stockhólms um mánuðarmótin næstu, úr því mér tókst að velja brottfaratíma og allt ... Elísabet Jökuls búin að lofa að taka á móti mér og sýna mér brýrnar leikhúsin og kaffihúsin í Dublin og svo þarf ég að heyra hvað syngur í tangófólkinu í þeirri fróðlegu borg ...
*
Ekkert val
Annars er ákvörðunarótti minn farin að taka á sig æ spaugilegri myndir. Dæmi: ég ákveð að búa mér til persónulegan kósílampa og troða gamalli jólaseríu oní glereitthvað, vasa, skál, stóra könnu ... finn ekkert nógu stórt heima og mæti í heimilisáhaldadeildina rétt fyrir lokun. Sé glerkrukkurnar sem oft eru til á heimilum ætlaðar til að birta morgunkornin gegnum glerið, hveitið haframélið o.s.frv. Kannski dugar ein svona, meira traustvekjandi en þunnur glervasi, hugsa ég og sé að ein krukkan snýr opinu beint upp í loftið og hinar út á hlið einsog hallandi undir flatt.
Svo hvort var nú smekklegra? Skrúfað lokið var hægt að nota sem extra lampafót. En ætti ég að reyna að fela refmagnsleiðsluna með því að láta munnan vísa útá hlið? Búa til bakhlið. Nee ... kannski var það soldið hveitilegt þrátt fyrir allt. Líklega best að vera plein og taka þessa einu sem til var með með opið beint upp ...
Ég skoðaði hinn tilvonandi lampa frá ýmsum hliðum og útfrá báðum krukkugerðum ... og örstutt í lokun. En viti menn, þetta var ekki síðasta upprétta krukkan, þær höfðu fjölgað sér! Einsog einhver ósýnileg hönd hefði lætt þeim fyrir framan nefið á mér. En engin ... hmh.
Val mitt breytti sum sé engu um hver krukkan fylgdi mér heim ... Meira að segja kassastúlkan gat hlegið með mér.
*
Haustið hefur verið mikið humhaust. Það var sérfræðingur á Sahlgrenska sem ráðlagði mér að humma. Helst að byrja daginn þannig. Doktor Nyman sendi mig til hans útaf framhaldshæsi minni sem fælir jafnvel svæsnasta símasölufólk sem býðst til að hringja seinna. Eftir fína vídíóupptöku af raddböndum mínum og nærliggjandi vöðvum, var augljóst að ástæðan fyrir hæsi og aumum hálsi eru nokkuð meinlausar aukaverkanir af geislunum, (svona nærri einu og hálfu ári seinna!) því raddböndin voru þykk og þrútin að sjá og því eðlilegt að ég skuli ekki geta haldið lagi ... en ég fékk tilvísun á raddþjálfara (logoped) sem á að hjálpa mér að þjálfa og meðan ég bíð þá humma ég.
Hef bersýnilega hummað fram af mér að blogga um tangóinn hér í Gautaborg, en þar bar hæst Tangó Lukkan, einskonar maraþonhelgi sem Riku, Samira og Elín stóðu fyrir. Mögnuð helgi og velheppnuð með gestum frá París, Berlín Peking og Reykjavík ... til dæmis. Og þegar búið að palana nýja "lukku" í 5. - 8. júní 2008.
Intensív vinnuhelgi í októberlok varð líka drjúgt spor í rétta átt fyrir tangókunnáttu Gautaborgara; Gilda Stillbeck og Daniel Carlsson buðu þá uppá 6 klst kennslu á dag, fyrir miðlungsreynt tangófólk. Sömu helgi var ljóðahátíð Gautaborgar. Mér mistókst að velja á milli svo ég fór hálf á hvorutveggja, en fyrsta ljóðakvöldið var helgað þrem frönskum skáldum og nonsense. Það var svo velheppnað að það dugði mér alla helgina, enda fylgdi mér heim fimmhundrasíðna tímarit, nýtt hefti af OEI um nonsensebókmenntir og fleira skemmtilegt. Upplestur skáldkonunnar Nathalie Quintane - sem notar líkamann markvist í sín rannsóknarljóð og húmor í taktviss ádeiluljóð - flylgdi mér líka heim.
Núorðið er hægt að dansa tangó flest kvöld hér í bæ og bara að hrópa húrra fyrir því. Og velja sín kvöld.
*
8 Comments:
skemmtileg krukka, krukka fyrir akvordunarotta, svona verdur skaldskapur til, thetta er lika lifid, sagt sona otti se thunglyndi, let me know, bara i dag, huff, puff, kannski spennufall eftir veikindin thin, threkvirkid sem thu gekkst i gegnum, jamm. andleg threyta og spennufall, kemur i akv. otta. bara eitt sem eg var ad laera aftur,
acceptera thetta.
endurtek.
yndislegt blogg, og sona millifyrirsagnir og allt, eg heyrdi ekki betur adan en thin rodd vaeri jafn fogur og fyrr, fegurri heyrdist mer tho,
thitt knus, ekj
get lika hummad med ther, gudmunda elisar kenndi mer thad, humm, humm, humm, humm, mykir allt upp, ooohhh.
brilljon broskallar :)
ellan
þú hittir í mark eins og oft, beint í meinið ... ekkert er eins og áður og ég trúi því stundum varla að ég lifi, og er ýmist himinlifandi yfir því eða einmitt oní klassískum þunglyndispytti og fátt hjálpar betur en einmitt að fá að heyra að það sé ekki bannað að vera þar ... að acceptera það eins og þú segir.
ástarþakkir fyrir komment & hummdúett
Ég sé þig alveg fyrir mér við vasana systir mín góð. En það er líka yndislegt hvað þú getur notið tangósins og hvað tækifærin eru góð til að njóta hans.Alltaf jafn spennandi að kíkja á bloggið þitt. Þín Bogga
haha ... svo þú kannast þá við mig!
xx helgarkveðja til þín og þinna á bakkanum ...
já, þetta er ljóð með krukkuna, sannfærðist um það, og ertu búin að taka ákvörðun um hvar þú ætlar að dansa um næstu mót, eða jól, eða nótt, eða ég elska þig og hér er rok og rigning, ég geri ekki annað en að blogga, og hef samt hemil á mér, hef fullt annað að gera, einsog að liggja í sófanum.
elísabet
aha svo þú ert mætt, bjútíblóm. nú verð ég að taka mig á og blogga um mánuðarlangt ævintýri ... kemur báðum og nú er hægt að kommentera á útgæfubloggið, ar að opna spes for you!
Jólaundirbúningsknús frá kristínu
Er að spá í að kaupa nýja krukku fyrir einlita seríu!
Annars er það mér fullkomin gáta af hverju ég lendi í að kaupa útiseríur til að hafa inni hjá mér. eins og ég sé að leika útigangsmanneskju á eigin heimili ha
Post a Comment
<< Home