My Photo
Name:
Location: Göteborg, Sweden

Wednesday, August 01, 2007

Hlé


Kæru gestir,

nú verður gert hlé á fortíðinni minni um óákveðinn tíma í von um að hún hlaupi ekki í burtu en sýni sig í nýjum myndum þegar ritari kemur úr fríi.

Við erum á leið í ferðalag ætlum að heimsækja borgina við sundið, ritarinn og ég, fara í leikhús, heimsóknir og á norræna tangóhátíð ...

bestu síðsumarkveðjur,
kb

5 Comments:

Blogger Elísabet said...

Hlé á fortíðinni,

þetta er hugvíkkandi setning,

er fortíðin alltaf á eftir manni, lifir maður í fortíðinni en getur gert hlé og þá kemst framtíðin að,

úr sjúkum huga kvefaða barnsins. Ellu Stínu sítrónukreistara.

ps. þegar ég er að gera þessi stafavíxl líður mér einsog í lygamæli eða áfengismæli hjá löggunni.

4:39 PM  
Blogger Kristín Bjarnadóttir said...

ég er ekki vissum að fortíðin sé alltaf á hælunum á manni, frekar eins og brunnur að sækja í, djúpalaugin að stínga sér í og kafa um hríð. Svo gaman að finna að maður á sér sögu ... en já í "hléinu" kemst framtíðin kannski að eins og um fram alt núið og dansinn og augnablikið. Allt dótið þú veist, kreist eða ókreist ... já nú skil ég þú ert að drekka sítrónuvatn, ekki gleyma hvítlauknum og engiferinu, sjóða allt saman í klukkutím og setja hunáng útí og sjá þú munt frísk verða.

10:28 PM  
Blogger Kristín Bjarnadóttir said...

hvað þýðir stafavíx hér? skil ekki péessið, sé bara stafavitleysur í egin kommenti,

svo langaði mig að bæta við að þegar ég skrepp til baka þá finnst mér einmitt framtíðin vera á hælunum á mér,

lífið breytist einsogí báða enda þegar maður er komin yfir ákveðinn hættualdur og framtíðin minkar í takt við fortíð sem vex.

10:36 PM  
Anonymous Anonymous said...

ég myndi nú sgja að fortíðin minnkaði líka með tímanum, ...

mín fortíð hékk alltaf á tröppunum í líki karlmanns og slapp inn ef ég opnaði dyrnar svo ég opnaði ekki,

er örþreytt og auðvitað gæti svarti maðurinn soðið þetta engifer, ég er bara í kóki og videó og nikótíntyggjó.

eeeeekj

12:23 AM  
Blogger Kristín Bjarnadóttir said...

áttu við að fortíðin minnki þegar manni tekst að taka til í henni?

4:03 AM  

Post a Comment

<< Home