My Photo
Name:
Location: Göteborg, Sweden

Friday, July 20, 2007

Svarbréf frá Óðinsvéum

Það hefur staðið til að loka leiklistarskólanum svo seint sem í ár! Og þess vegna byrjað að safna efni í hvelli, byrjað á að grafa upp nöfn sem fólk mundi eftir og bersýnilega mundi fólk við leikhúsið ekki lengur eftir okkur Lene.

Þetta kemur fram í bréfi frá blaðamannaflulltrúa Leikhúsins, sem meilaði um hæl, svaraði mér þakklátur fyrir ábendinguna.

*

Ég væri sármóðguð ef ég hefði ekki tekið eftir að nafnið Isa Holm vantar líka í söguna. Hún byrjaði í skólanum líklega tveimur árum á undan mér, jafnvel fyrr, því hún gerði hlé útaf sinni geðveiki um tíma og kann að vera að hún hafi misst af upphaflegu skólafélögunum fyrir bragðið. Það ættu þau að muna. Og hún sjálf! Hún var eina alvöru dívan við Óðinsvéaleikhúsið - fyrir utan frú Holmer - og ein allra efnilegasta leikkona síns tíma. Maður límdist við hana, vonlaust að horfa á annað þegar hún birtist. Með hendur svo fallega dregnar sem hefði Leonardo da Vinci verið að verki, falleg öll, fínleg, dökk og með augabrýr eins og arabísk drottning, viðkvæm og hvöss. Í kantínunni kallaði hún alla elskurnar sínar og dulbjó sig með bræðandi brosi. Ef hægt er að gleyma henni þá eru það meðmæli að gleymast!

*

Blaðamannafulltrúinn lofaði að láta færa nöfnin okkar Lene inn í söguna strax og netmeistarinn kemur úr sumarfríi um miðjan ágúst og bað mig að láta vita ef ég lumaði á fleiru sem þau ættu að vita. Svo ég skrifa og bendi á að Isa Holm hafi gleymst og það þótt hún sé enn að leika, slái í gegn oftar en flestir eða fimmta hvert ár, samkvæmt einni umfjölluninni í netheimum sem segir: “Isa Holm er formodentlig den skuespiller i Danmark, som har fået flest gennembrud. Ca. hvert 5. år optræder hun i en sammenhæng, der får instruktører, teatergængere og anmeldere til at juble i kor og undre sig over, hvordan en så talentfuld, følsom og givende kunstner kan undgå det helt store gennembrud. ”

Bréfið frá Leikhúsinu endar með eftirfarandi frétt um að skólanum hafi verið forðað frá endalokum í ár:

For en ordens skyld skal jeg sige, at det ikke lykkedes politikerne at lukke skolen i denne omgang!

Med venlig hilsen

ODENSE TEATER

Morten Kjærgaard

Pressechef

6 Comments:

Blogger Elísabet said...

Dívurnar sem sagt gleymdar og útstrikaðar, ... er einhver svoleiðis falinn í leikhúsinu,

draugurinn með dívuveikina...

rosablogg skemmtilegt og flæðir, +
meira meira.

ekj

11:41 PM  
Blogger Kristín Bjarnadóttir said...

haha góð hugmynd!
ég spjalla við drauginn.

2:08 AM  
Anonymous Anonymous said...

nú maður orðinn svo spenntur, maður alltaf að gá.

já, já skemmtilegt þetta með dívur. í leikhúsi.

ég er enn að hugsa um eins manns leikhúsið þitt. magnað.

þú ættir kannski að gera eitthvað svona ein.

elísabet pelísabet pú.

1:04 AM  
Blogger Kristín Bjarnadóttir said...

Ég var ein í Ástarsögu Aldarinnar!
líka alltí lagi að vera með hljóðfæraleikara (eins og í Norræna húsinu 2005) hm.. nú er ég meira sein en ein, sorry en þetta kemur. ef ekki á morgunn þá hinn, takk fyrir að gá!

P.S. veit ekki enn hvað röddin gæti dugað í í dag, dáldið hás og ekki sterk, fer til læknis í ágúst eða september.

5:25 AM  
Blogger Freyja said...

gaman að lesa æfiágripið.... ég vil heyra meira.
Þín frænka

1:16 PM  
Blogger Kristín Bjarnadóttir said...

váá ... doktor freylittle frænka í Brighton vill fá framhald.
þá er mér ekki til setunnar boðið!

hið skrifaða orð sér gegnum fjöll.

takk elsku doktor littla frænka!

4:11 PM  

Post a Comment

<< Home