My Photo
Name:
Location: Göteborg, Sweden

Friday, July 06, 2007

Miðsumarblogg - Fyrir og Eftir

Bláu myndina littlu frá Varberg, tók Johanna Hedenberg, mánudagsmorgunn þann 25. júní á heimleið frá TangoCamp þegar við áðum og fundum þetta fína kaffihús inni í baðhúsinu! Í bakgrunni er VarbergsKastalinn, þar sem hægt er að kaupa gistingu í fyrrverandi fangaklefa á farfuglaverði ...

Lífið er draumur

á Jónsmessunótt .... Eiginlega byrjaði miðsumarið - eins og Svíar kalla helgina eftir Jónsmessu - þegar Stína vinkona Ekblad kom og flutti Shakespeares textann Draumur á Jónsmessunótt í löngum og skemmtilegum bunum í konserthúsinu við Gautatorg. Með symfóníuhljómsveit og kór á bakvið sig; tónlist eftir Mendelssohn. Raunar fyrsta sinn sem Mendelssohns tónlist við þetta leikrit er flutt hér í heild sinni. Þetta var listviðburður ársins á þessum slóðum - alger toppur; Stína brilleraði í öllum þeim hlutverkum sem hún lék sér að (hún var “magnifik” skrifaði gagnrýnandi Gautaborgarpóstsins) og líka í þögnunum inn á milli! Þarna stóð hún á glitrandi grábláum síðum kjól med blómakrans á höfði og fékk fólk til að skella uppúr hvað eftir annað (ekkert alveg venjulegt á klassískum tónleikum!) leikandi díalógana einsömul, ögrandi hljómsveitarstjóranum - sem var hinn samvinnuþýðasti að sjá - þarna í vikulokin 24. og 25. maí, eftir að hún hafði pendlað alla vikuna milli Dauðadansins (e Strindberg) á Dramaten og æfinga Jónsmessunæturdraums Gautaborgarsymfóníunnar. Þetta voru hátíðartónleikar útaf 300 ára afmæli Carl von Linnés og allir sólistar mættu á svið með blómakrans, líka stjórnandinn Mario Venzago sem var að kveðja Gautaborg með þessum tónleikum. Eftir tónleikana smaug ég in um bakdyrnar og við fórum á tónlistarbarinn starfsfólksins og töluðum dönsku; annar sólisti, sópraninn Cecilia Vallinder, á danskan mann í hljómsveitinni og öll fjölskyldan talar dönsku ... (ekki nóg með það hún þekkir Huldu og Jón Arnar íþróttamann, en ekkert okkar vissi hvar þau voru niðurkomin núna!). Sannkallað draumakvöld og svo kom nóttin.

Í Leikhúsinu í Nesi

Það er nokkura ára hefð að dansa tangó í leikhúsinu - Lekhuset - í Nesi þ.e. við Näs Slott i Floda (hér inni í landinu, mínmegin við Gautaborg) helgina fyrir Jónsmessu. Þá er verið að æfa og undirbúa Miðsumarhátíðahöldin þar sem eru hefðbundin, með þjóðdönsum kringum majstöngina, en polska-dans-kennarinn Gunilla laumar tangó inn í forspilið. “Leikhúsið” er 100 ára, byggt sem dansleikhús þar sem líka var farið söngleiki, annars er orðið leikhús sjaldgæft í sænskunni. I fyrra missti ég af þessari fínu hefð, svo í ár þegar leikhúsið hélt upp á 100ára afmælið sitt hélt ég uppá að það var akkúrat ár síðan ég slapp gegnumgeilsuð og hæfilega geislandi út frá Sahlgrenska Jubileumsklinikken! Skellti mér á skemmtilega workshop i milongadansi hjá Gunillu og Henrik þar sem við Samira dönsuðum saman og skiptumst á að leiða. Og eftir námskeiðið, dansleikurinn – milongan. Fallegt kvöld með bíltúr í rigningu og fín upphitun fyrir Miðsumarhelgi dagatalsins sem var fullkomlega helguð tangó ... hvað svo sem það nú þýðir!

TangoCamp

í Tylösand er ævintýri fyrir sig ... og að búa tvo km. frá dansgólfinu býður upp á göngutúr í döggvotu grasinu á auðum golfvelli í morgunsárið; fínast þegar bjart er orðið og fuglarnir syngja sinn morgunsöng hér við vesturströndina .... menguð af tangótónlist heyrðust mér þeir flytja Pugliese remixed. Milongurnar léku við mann og ca 300 tangofífl hvert við annað meira eða minna til kl. 06 á hverjum morgni og lengur þann síðasta, en aldrei slíku vant sleit ég mig þá í burtu á miðjum morgni þegar flestir tangódansandi Íslendingar höfðu dregið sig í hlé, nema úthaldsgarparnir Hany og Bryndís sem dönsuðu allan sólarhringinn eftir því sem ég best veit.

Beltango kvintettinn gerði lukku á TangoCamp í sinni fyrstu Svíþjóðarheimsókn og heldur áfram að gera lukku á tónleikaferð um landið. Dansvæn og óriginell tangótónlist og skemmtilegt fólk frá Belgrad! Sjórnandinn og bandóneonistinn Aleksandar Nikolic og píanistinn/söngkonan Ivana Nikolic gættu þess líka nota frítímann til að skella sér í danstíma hjá argentínsku tangóstjörnunum. Þau eru listrænir stjórnendur tangóhátíðarinnar í Belgrad. Frábær hljómsveit og fiðluleikarinn algert séní!

Og danssýningarnar voru þannig að ég hef eiginlega aldrei séð annað eins og varð stundum að snýta mér dáldið á eftir. Eftir að Sigrid, frá París och Mazan brilleruðu fyrsta kvöldið botnaði ég ekki í hvernig argentínsku kennararnir ætluðu að toppa þá sýningu. En allir komu með eitthvað eigið sem speglaðist í gerólíku samspili, hvert par með sína sögu, sína útgeislun sína dramatík. Þá verður samlíking óþörf og jafn vel ómöguleg.

TangoCamp http://www.tangocamp.com/

Beltango http://www.beltango.com/

Næsta stopp:

maraþonhelgi á Skáni, í bænum Lomma, við ströndina. Það er Daniel Carlsson og Tangókompaníið hans sem heldur svokallaða maraþon helgi, ekki með nonstopp tangó, heldur koncept með Österlyckan sem fyrirmynd, sem hafði La Pradera hjá Tove Albinson á Skáni sem fyrirmynd, sem hafði Eric Jeurissens El Corte i Hollandi sem fyrirmynd ...

http://www.tangomaraton.tangokompaniet.com/

P. S.
Svarthvíta myndin er mest til að sýna að nú get ég aftur brosað út í bæði án þess að geifla mig sérstaklega!



0 Comments:

Post a Comment

<< Home