My Photo
Name:
Location: Göteborg, Sweden

Sunday, March 11, 2007

Krabbablogg og hvernig mér áskotnuðust Helgigönguskórnir



Hef alveg gleymt að biðja læknana mína um að útskýra af hverju röddin mín er enn rám og hás ef ekkert er að raddböndunum. Eins og röddin sé orðin eitthvað aukaatriði ... bara af því ég er ekki söngkona og get komist upp með að þegja heilu dagana ... Stundum bregður mér þegar ég ætla að segja eitthvað og heyri ekkert í mér! Eins og áðan útí búð ... En ég veit að haldi ég áfram að reyna að tala þá kemur röddin ...


Ég var hjá Frú Fagrafjalli í vikunni sem leið og þær eru alltaf jafn skemmtilegar hún og aðstoðarkonan úr Víkinni hér norður með sjó ... Ég sagði dr. Fagerberg frá því helsta sem á veturinn hefur drifið hvað varðar mína munnheilsu og hún var hissa á óþólinmæði minni:

- En ég var búin að segja þér að þetta tæki tíma, langan tíma að losna við svona sýkingu; sagði þér skýrt og skorinort að það tæki marga mánuði! Og ég sá fyrir mér hvernig ég hlaut að hafa bægt orðum hennar frá mér eins leiðinda smáflugum sem maður vill ekki vita af og tekst fljótt að gleyma. Og hún var nú ekki hissa á að íslenskir sérfræðingar hafi séð lítið.

- Nehei, en hvað er þá eiginlega að sjá? það stendur nekros í sjúkraskýrslunni - og það þýðir ekki vatnaliljur þótt það hljómi líkt - það er bara dautt hold, dauður vefur sagði ég (mjög roggin yfir þýðingu yfir á mannamál sem systir mín læknaritarinn hafði hjálpað mér með yfir á "holdfúa" íslenskunnar til að byrja með, en nú þýði ég yfir á íslensku úr sænskri þýðingu minni úr íslenskunni, þannig að úr verður "dauður vefur").

- ja det stämmer, det är enslags död vävnad.
- og varla finnur maður til í dauðum vef! Og þetta er enn aumt, hvernig stendur á því?
- nei maður finnur kannski ekki til í dauðum vef, hann er á yfirborðinu, það er undir niðri sem eymslin eru ... og það er einmitt þetta sem fæstir læknar átta sig á, svona geislar, svona invortis Brachytherapi er mjög sérstök og óvíða gerð, þó hún sé orðin velþekkt síðustu áratugina á okkar svæði, en minna annarstaðar í Svíþjóð, sérfræðingarnir eru hér! Og þú ættir bara að vita hvað var að gerast hér áður; fólk fór til sinna sérfræðinga og kvartaði kannski um eyrnarverk og hálsnefogeyrnalæknirinn kunni ekki að túlka þessa tegund af sárum eftir braghytherapíu, hélt kannski það væri æxli og lét skera! Svoleiðis fullkomin mistök ... svo það þarf sérþekkingu til að lesa í svona sár.
- þú segir nokkuð, þá skil ég betur, ég efast um að maður geri svoleiðis á Íslandi, hm væri gaman að vita; veit ekki hvort þeir nota Brachyþerapíu þar; gleymdi að spyrja.

Ég varð allt í einu yfir mig fegin að sérfræðingurinn á borgarspítalanum tók mig ekki á orðinu þegar ég kvartaði um verk í öðru eyranu!

Frú Fagrafjalli fannst ég ætti að halda áfram að fitna (!) og þá notaði ég auðvitað vælutakifærið: En mig svíður enn undan súkkulaði og rúsínum; mat og appelsínusafa og stundum öllu nema rjóma.
- Hefurðu ekki talað við næringarsérfræðinginn?
- hm, ja, jú, nee, bara þær þarna sem fylgjast með manni útaf einhverri rannsókn, klípikonurnar. Ég fékk næringardrykki hjá þeim um daginn. Það var svona fyrir að fá að klípa mig, hugsa ég. Þær voru nú bara nokkuð ánægðar með þyngdina ...

- Það endaði með að frú Fagrafjall skrifaði resept uppá deyfisprey sem hún veit að ég ætla ekki að nota. Hún úðaði í mig tveim skömmtum í tilraunaskyni. Það svíður undan því!

*

Minn næsti viðkomustaður á tannlæknaháskólanum við Sahlgrenska Háskólasjúkrahúsið þann daginn var hjá öðrum yfirlækni sem hefur tekið að sér að sjá um sjálfa tannheilsuna, byggja brýr eða búa til krónur, hvað sem ég þarf til að geta tuggið án þess að skekkja mig allt of mikið - og helst svo ég geti brosað út í bæði hugsa ég - því það er hægt að lifa á fljótandi fæðu en að geta ekki smælað framan í heiminn! Ekki hægt.
Nú var gert fínt plan, model og byrjað að undirbúa eina krónuna ...

- En hm ... ætli hvað, eitthvað kemur þetta til með að kosta, er ekki sniðugt að gera kostnaðaráætlun og spá í hvað ég ræð við að borga í náinni framtíð? spurði ég og fannst þetta dæmalaust ósænsk aðferð að vinda sér svona í verkið.

- Þú átt ekki að þurfa að borga.
- Ha? Hver borgar?
- Við sækjum um pening, það eru tryggingarnar sem eiga að borga. Þetta er hluti af meðferðinni - enda vandamálin afleiðingar af geisluninni - það á ekki að þurfa að kosta þig neitt. Við bíðum auðvitað eftir svari ... en gerum ráð fyrir að það verði jákvætt.

Ég ætlaði varla að trúa mínum eyrum. Ég bý semsagt í landi með kerfi sem er eins og sniðið fyrir krabbameinssjúklinga ... eða þannig.

*
En þetta var léttir því ég var farin að sjá fyrir mér svimandi háar upphæðir. Ég varð svo hissa og yfir mig feginn að ekki leið á löngu þar til ég fór og keypti mér gönguskó. Létta lága vatnshelda og mjúka fyrir "skog och mark".

Fyrir helgigöngur hugsaði ég mér. Það þarf góða skó í helgigöngur hugsaði ég. Séra Ágúst kynnti nefnilega fyrir mér hugmynd um Helgigöngur þegar hann bauð mér í kaffi þennan sama dag og hugmyndin hún svona rokvirkaði á mig!

*

10 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Til hamingju með nýju skóna. Vona að þetta gangi upp með breiða brosið.
Stella

9:24 PM  
Anonymous Anonymous said...

Takk Takk! Örugglega kemur það:-) og ég nota bara skakka brosið áfram sem skemmtiatriði þangað til.
Með bestu kveðju/k

2:10 PM  
Anonymous Anonymous said...

Gott að sjá bloggið þitt þegar ég kíki á netið, hef verið léleg við það undanfarið. Ég efast ekki um að breiða brosið hættir að vera skakkt áður en varir. Bestu kveðjur. Þín Bogga

10:13 PM  
Blogger Freyja said...

Frábært, þú býrð á akkúrat rétta staðnum með bestu sérfræðinana í þessum málum. Læknir er nefnilega ekki bara læknir, en sérfræðingarnir þarna í Svíþjóð virðast vita hvað þeir eru að segja.
Gangi þér vel áfram með tennurnar, röddina og auðvitað nýju gönguskóna.
knús
Freyja

10:56 PM  
Anonymous Anonymous said...

Ah .. svo gaman að fá komment! Takk kærlega Bogga og Freyja ... já það eru skemmtilegir snillingar hér, amk. fyrir okkur tvífættu dýrin!

1:56 AM  
Anonymous Anonymous said...

þetta er gott krabbablogg hja þér, sjálf er ég með þursabit og álfabit og alveg bit. fekksu nokkuð ímeil um kastalann? eða ertu hætt á ímeilinu, ég nenni aldrei inná þetta blogg nema örsjaldan. var með leiklestur um daginn. gangi þer vel að fitna og fá röddina. feita-stína. ha ha ha. með röddina harmóníkku-silki-mjúku. ha ha ha. funny-elisabet.

8:29 PM  
Anonymous Anonymous said...

þú ert horfin inní þessa bloggheima, maður verður víst að elta þig þangað, já ég er búin aða horfa útí loftið í dag og á rigninguna og heyra í vindinum og liggja í sófanum og kíkja í bókina konur sem þekkja úlfa, og sína villtu sál, ég er einmitt búin að vera með mann á heilanum, og þótt ég segði honum ég væri skotin í honum fór hann úr heilanum, svo hvað var til ráða, ég bjó til úlf, hann sat hér í sófanum og ég bað hann um að éta manninn, hann er búinn að éta hann tvisvar, en maðurinn er enná heilanum á mér, ég ætti kannski að blogga um þetta, er blogg leið tilað losna við menn sem eru á heilanum, og hvað með tilfinningarnar, kannski elska hann bara, á ég segja hvað hann heitir svo þetta gúgglist nú alltsaman, ennþá vindur og úlfur sem sleikir tærnar á mér, ég er líka með skólann á heilann, ég þoli það ekki, einsog ég hef stórkostlegan heila að vera með þetta allt á heilanum, ég ætlaði að fara að hugsa um næstu bók en er nú að undirbúa næstu sýningu og hún byrjar í dropatali í kartöflugeymslum og hvern langar að lesa fyrsta þátt í leikritinu mínu, hér er dimmt, garpur er að fara til jemen með ömmu sinni, ég fékk ímeil frá jóhönnu barnabarni í fyrsa sinn sem hún skrifaði alein, ége r enn þá grátandi útaf þessu, en hvernig á að losna við menn og hvernig á ná sambandi við sína villtu sál, og hvernig á að vera úlfur, á ég kannski að gefa þetta komment út, á ég senda þetta í lesbókina og hætta þessum rembingi í ljóðagerð, alltaf svo mikið að yrkja, orti annars soldið en svo sagði jesú eð ahvort það var guð eða úlfurinn, ekki eyða svona miklu púðri í þennan mann, en þaðe r ég einmitt að hugsa um að eyða púðrinu, eða bleyta púðrið, en ég er púður, púðurtunna og púðra á mér nefið og ég elska beckett, og leikritið mitt hefur skipt um nafn er ekki lengur rómantískt heldur grótekst og heitir pókerface en ekki silverspoon, auðvitað langar mig bara í þennan mann og handleggina hans, svo ég geti fundið lyktina, nálægðina, og algleymið, ekki alltaf vera svona stór og sterk, já það er kannski það sem mig vantar, ...: Þ - frá ellustínu, prelluprínu.

11:48 PM  
Blogger Kristín Bjarnadóttir said...

Takk fyrir að elta mig þú sem ert á jörðu ... running with the woolfs

en akkurru breytum við okkur ekki í ljón? Ljón eru ljónum best ... er það ekki?

12:16 AM  
Anonymous Anonymous said...

mér finnst alveg svakalegt h vað allir skrifa lítil komment, þetta eru ekki nema smákomment, og ljón, ég er fíll, tígrisdýr, selur, nýlega sluppu öll dýrin út, það varð jarðskjálfti. já.

12:59 AM  
Anonymous Anonymous said...

getur þú klippt þetta langa komment út og sent mér á hotmeili, ég er að hugsa um að gera ljóð úr þessu, er það hægt, hér er annars hlýnandi, ég fór í sund, tók til skattadraslið, myndir í ský, texta fyrir skólann, talaði við indíönu barnabarn, er pínukvefuð eða eitthvað svoleiðis, eldaði mat handa mér, steinbít og sveppi og salat, langar þig að lesa ljóð, ég er að skríða í háttinn, +eg er alltaf skríðandi núna þegar ég er ekki að alesa um ástarogkynlífsfíkn. nýja leikritið mitt er frábært en bráðum langar mig að gera eitthvað rómantískt og falleg, eða ég held það, og er maðurinn ekki allltaf að hugsa um mig, mig langar í vatn að drekka og vatn að drekka og ég sé það er ekkert gaman að lesa eftir mig þegar ég er ekki með einhvern karlmann á heilanum, ég veit ekki hvernig hann hvarf úr heilanum á mér, sennilega er heilinn horfinn. ástarknús, elísabet jökulsdóttir.

1:05 AM  

Post a Comment

<< Home