SuberSara og önnur kraftaverk ...
Já, Sara Stridsberg fær verðlaunin! Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 2007. Tilkynnt í gær. Óneitanleg skemmtilega hressilegt val og engin lognmolla sem ræður í þeirri dómnefnd, svo það er bara að hrópa húrra! Reyndar fleiri skemmtilegar konur tilnefndar, ekki bara sagnasnillingurinn Kirsten Thorup, en líka dúndurskáldin Ann Jäderlund og finlandsænska Eva-Stina Byggmästar sem nú er flutt aftur til Finnlands.
Hér er ein umsögnin um Stridsberg, fyrir þá sem eiga auðvelt með sænskuna og Hér má finna viðtal í Aftonbladet frá því í fyrra ...
Hér er viðtal í DN þegar verðlauna bókin kom út, Drömfakulteten eða Draumadeildin þann 20. janúar 2006 (ISBN: 9100107263) og Hér er annað frá því í fyrradag; Umsögn í Svenska dagbladet frá því í fyrra ... og önnur kritisk í Sydsvenskan eftir Daniel Sandström, sem varð fyrir mér í leit að skemmtilegu viðtali eftir Annika Persson sem ég finn ekki aftur ...
*
Og annars ... ég er að reyna að hætta að hugsa á íslensku til að einbeita mér að verkefnum á sænsku!
Var félgaslega sinnuð á föstudagkvöldi og laugardagsíðdegi á tangónum ... dansaði við undarlega argentínara á ferð og flugi og en hlýt svo að hafa sofið yfir mig. Því ég missti af merkilegasta tangóviðburði helgarinnar hér í bæ býst ég við, tangótónleikum með einni heimsins virtustu tangósöngkonu, að því er lesa má á Tangoportalen; Julia Zanko heitir hún. Hún tróð upp á Nefertiti - virtum klúbb þar sem Sigurrós og fleiri góðir íslendingar hafa látið í sér heyra - ásamt píanósólistanum Daniel Turano (sem var á íslensku tangóhátíðinni sl. haust); Celloleikaranum Lotten Zimmergren og Mikael Augustsson, eina Svíanum sem ég veit til að sé beinlínis þekktur fyrir Bandonéonleik ...
Með bestu kveðjum/Kristín
7 Comments:
rosalega ertu orðin tæknilega að geta sagt hér og hér. og gaman að þínu bloggi ... ég er að klára leikritið mitt, ég fattaði það í kvöld eftir þrjú eða fjögur ár um hvað það er.... ég meina, hvað er í gangi, ég lamaðist næstum við vitneskjuna. lifi ljósið. takk guð. takk börn og fjölskylda og vinir. þú vrður að skreppa og sjá þetta stína tangóbína í argentína, allesbína, allesgútt, heyrðu fékk mergjað ímeil. þín elísabet
áttu við að þú hafir ekki klikkað á neitt af hlekkjunum mínum hingað til!!! þú ættir a.m.k. að kíkja á tangóvíðíó sem ég lagði inn neðst í bloggi nýlega ... það er yfirleitt með feitum stöfum eða öðrum lit og svo sérðu þegar pílan breytist í hönd er það ekki.
og elísabet prellaprína til hamingju með nýja vitneskju ... er ekki altalað að við séum alltaf að skrifa um það sama ... á einhvern hátt að fara í kringum hið ósegjanlega ... fara í kringum það með orðunum lita laga sverta stroka út myndbreyta, hugsar þín tangóbína
i am such a junkie eg er dauðhrædd við netið, það er 3-4 bloggsíður sem ég kíki stundum á, þín, garps, jökuls og mömmu, - ég er hrædd um að lenda ég veit ekki hvar ef ég klikka á einhverja linka.....úhú, en líka afsökuð mínu leikriti sem á frumsýnast eftir viku, eða leiklesast eða verða bútað niður, whatsoever. en ókei, ég er tilí að horfa á tangó, en ég get líka breytt um fíkn, farið úr ástarfíkninni sem ég held sé dulbúin kynlífsfíkn þótt símon sé ósammaála mér, símon er yndislegur skólafélagi minn, og segir ég neiti mér um að elska með því að klæða allt í fíknir, og system vonandi, vona ég, já en ég gæti þá orðið netfíkill. þetta er allt um dauðann, þessar fíknir. hvað er maður að kássast uppá hann einsog einhver sem þorir ekki að lifa, en það er bara afþví maður þorir ekki að anda og nú er ég að fara í danskúrs í skólanum í apríl sem heitir If you move your ass your mind will follow. Well I tell yiou mine would collapse. I love me and you and the sens.
argentínski leikstjórinn er búinn að bjóða fram aðstoð sína og með tösku fulla af grímum.
Flott! og áður en hún vissi af var það ekki bara hver fíknin sem leysti aðra af í nýjum búningi heldur var það fín fíkn í sjálfu sé að að dulbúast ...
ein uppáhalds fíknin mín er dans. með eða án rassakasta. lífið dulbúið. lífið dulbúið sem lífið (=ég hreyfist, ergo er ég).
önnur uppáhaldsfíkn er netið, því ég flækist og finn leiðina heim.
sú þriðja fíknin er sú að fara í hlutverk því því hlutverk er bæði dulbúingur og ekki. það gefur aðhald og víkkar þannig veruleikann ... gefur öðrum mynd af manni um leið.
Post a Comment
<< Home