My Photo
Name:
Location: Göteborg, Sweden

Monday, February 05, 2007

Darling og ein dönsk ... í Gautaborg

Í gær, sunnudag sá ég verðlaunamyndina Darling (Svíþjóð 2007). Var ekki viss framanaf ... líkt og tómleikinn og kuldalegt viðmót unga velklædda fólksins við Sture Plan væri smitandi ... og ég fór að hugsa að íslenska myndin Foreldrar hefði nú verið betur að miljóninni komin (þessi verðlaun eru upp á 100 þús. sænskar) en svo fóru galdrar að gerast ... Eva (unga stúlkan, og önnur aðalpersónan) byrjaði meira að segja að brosa þegar hún fór út fyrir ramman, klúbbrammann og dekurbarnarammann og neyddist til að standa alfarið á eigin fótum. Það einsog rann upp allt annað andlit í samleiknum við aðra einmana sál á hamborgarabarnum (eldri verkfræðing í kreppu) þar sem bæði unnu til af fá inn fyrir leyguhúsnæði, eftir að hafa lifað í alsnægtum ... Einföldustu atriði voru gerð þannig að ég bráðnaði fullkomlega, og var ekki lengur hissa á að dómnefndin hafi gert það líka.

Leikstjóri myndarinnar er eins og áður hefur komið fram: Johan Kling, sem einnig er handritshöfundur. Aðrar myndir sem kepptu um titilinn besta norræna myndin: Kid Svensk, leikstjórn Nanna Huolman(Svíþjóð 2007), um finnskt barn sem flytur með móður sinni til Gautaborgar og tekur sér eftirnafnið Svensk; Prague, leikstjórn Ole Christian Madsen (Danmörk 2006), með borgina sem sem spegil fyrir ákveðið hugarástand ... í upplausn;
Kunsten at græde i kor/The Art of Crying, sem gerist á jótlandi í byrjun áttunda áratugarins og er frumraun dansks leikstjóra, Peter Schønau Fog, Danmark, 2006; Den nya människan, leikstjórn Klaus Härö (Svíþjóð 2007); Rock´n Roll Never Dies, leikstjórn Juha Koiranen (Finnland 2006) og Foreldrar Ragnars Bragsonar.

Engin norsk mynd var með í keppninni í ár og engin færeysk ... enda lítil gróska þar í kvikmyndaframleiðslunni í fyrra, 6 manna dómnefnd var frá Noregi, Finnlandi, Danmörku og 3xSvíþjóð ... hm kann að vera að maður dæmi ómeðvitað öðruvísi þegar sjónarhóllinn er nálægt manni?

Myndin Kid Svensk hlaut verðlaun Sænsku Kirkjunnar og kvikmyndatökumaðurinn Harald Gunnar Paalgard hlaut The Kodak Nordic Vision Award fyrir myndina
Kunsten at græde i kor/The Art of Crying.

Fréttir af öllum verðlaununum má sjá t.d. á síðunni hjá Svenska Filminstitutet.

Og til gamans: Áhorfendur völdu
Paraguayan Hammock eftir Paz Encina, Paraguay sem bestu bíómyndina og Kunskapens pris - balladen om den vilsne vandraren, eftir Anders Muammar .

Og minnisatriði fyrir okkur sem erum gleymin: Kvikmyndahátíðin í Gautaborg er talin sú stærsta sinnar tegundar á Norðurlöndum; haldin árlega síðan 1979; sýnir hátt á fimmta hundruð myndir á 10 dögum, (yfirleitt 3x hverja); opnaði sérstaka Markaðsdeild fyrir nokkrum árum mm.
Hún býður uppá fyrirlestra hinna ýmsu meistara og hafa margir íslenskir kvikmyndarar nýtt sér hátíðina sem stökkbretti gegnum árin ... og áfram út í heim ...

*

Ég var með dansskó í rauða kvikmyndahátíðarpokanum og ætlaði á salsanámskeið ... en var of lin eða slöpp og hélt áfram í bíó. Notaði því tækifærið að sjá eina af c.a. tuttugu nýjum myndum frá Danmörku sem sýndar voru í ár ... One To One eftir Anette K. Olesen (handrit Kim Fupz AAkeson). Hún var sýnd í deildinni Nordic Light, og raunar fyrsta - og því miður eina - myndin í leikstjórn konu, sem ég sá í ár! One To One eða En til en, er nútímaleg Rómeó og Júlíusaga; lýsing á ástarsögu og árekstrum milli innfæddra unglinga annars vegar og hinsvegar ungmennum muslimafjölskyldu (= dönsk unglingsstúlka á palestínskan kærasta). Spennandi mynd, fallega gerð og mikilvæg ... en var víst frumsýnd í Danmörku þegar teikninga- tjáninga- og trúarréttardeilur gengu sem hæst í fyrra, og fékk þá takmarkaða athygli. En sjón var sögu ríkari segi ég bara og er þakklát fyrir að hafa séð mynd þessarar snjöllu Anettu Olesen. Hún hefur áður gert stuttmyndir og verðlaunaðar heimildarmyndir og bíómyndirnar Minor Mishaps (2002) og In Your Hands (2004).


5 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Hvað kemur til, því var engin mynd frá Noregi?

7:11 AM  
Anonymous Anonymous said...

Góð spurning ... athuga málið

7:13 AM  
Anonymous Anonymous said...

Gaman að fá perónulegar fréttir af kvikmyndahátíð, kærar þakkir með kveðju frá Eygló

7:16 AM  
Anonymous Anonymous said...

spennandi kvikmyndahátíð!!!
Knús - Unnur

9:50 AM  
Blogger Kristín Bjarnadóttir said...

loksins búin að átta mig ... það var norsk mynd með í keppninni um Norrænu kvikmyndaverðlaunin: Den brysomme mannen, eftir Jens Lien, Norge, 2006.
Myndin vann meira að segja alþjóðleg verðlaun, gagnrýnendaverðlaunin/kritikerpriset

biðst afsökunnar á þessu, geri innlegg með leiðréttingu.

5:43 PM  

Post a Comment

<< Home