My Photo
Name:
Location: Göteborg, Sweden

Tuesday, October 24, 2006

Hélt ég væri rifbeinsbrotin

Dansaði "kontaktimpro" í gær - einskonar spunadansáflog eða það sem manni dettur í hug - andaði þá svo rösklega að ég hélt ég væri rifbeinsbrotin!

Í dag er ég sannfærð um að "rifbeinsbrotið" eru harðsperrur af að anda :-) .

Þetta er bæði brandari og ekki. Hef hugsað mér að halda áfram að anda. Og endaði sunnudaginn á salsa.

Það er risa haustblómvöndur á borðinu hjá mér frá í síðustu viku, útaf að þá kom Stína til að lesa upp í Hagaleikhúsinu með píanista sem spann; hún las úr ófullgerðu handriti sem Mare Kandre skildi eftir sig.

Anna Mattsson hefur fengið svo fína dóma fyrir þriðju bókina um Alexöndru, Vägar utan nåd. Hér er einn i Sænska dagblaðinu; hér er annar í Gautaborgarpóstinum.

I dag kom Mats Persson og við borðuðum hangikjöt og flatbrauð saman og hlustuðum á "Gamla pósthúsið", tónlist með Reyni Jónassyni og Szymon Kuran, sem Guðrún Kristins færði mér um daginn.

Mats var að koma frá Danmörku og sagði dramatískar leikhúsfréttir þaðan af leikhússtjóraskiftum og svona ... Jan Maagaard tekin við sem nýr formaður hjá Köbenhavns Teater til að kóróna söguna. Sjá frétt líka frá 19. október í Politikken hér.

Ah! nú er komið yfir miðnætti og tíminn ekkert breytt sér enn! þarf að athuga þetta hvenær er vetur hér? þ.e. vetrartími.

En ég er semsagt mjög viðkvæm en ekki alveg eins brothætt og ég hélt :-)
*

7 Comments:

Blogger kristian guttesen said...

hæ sæta, erað væflastí bænum, hitta geðlækniá eftir,svo er vinnustofa, svo aafundur, svo kaffi með tengdadóttur, ég henti listaverki sem þessi ömurlegi maður gaf mér, hann skrifaði mér í gær einsoghann væri forstjóri volvo, en mig langar mest tilað veraheima hjá liljuvendinum sem jökull og kristín gáfu mér í gær,

4:15 PM  
Blogger Kristín Bjarnadóttir said...

haha ... skrifar svo skemmtilega og ég er svo ánægð með reykingarleysið þitt; jafnvel mannleysið líka! :-)

5:19 PM  
Blogger Jóna Finndís said...

Sæl frænka, þú eignast þennan langþráða auka klukkutíma aðfaranótt næsta sunnudags (29. október). Þá verður klukkan fyrst 02:59 og svo mínútu seinna 02:00 (aftur).

9:32 AM  
Blogger Kristín Bjarnadóttir said...

ástarþakkir fyrir að minna mig á þetta frænka mín, svona nákvæmlega hvenær maður fær þessa auka stund í ár; alltaf verið að flytja tímann útaf EU eitthvað. Bara Ísland og Argntína sem haga sér eins alltaf eins og eru ekki með neina tímafluttninga! :-)

7:25 PM  
Blogger Kristín Bjarnadóttir said...

símaklukka og búmannsklukka! ég kem af fjöllum. Hmm. voru séra Þorsteinn og frú Ólína með alla þessa (tvo eða þrjá)mismunandi tíma í klukkunum heimahjá sér?

takk fyrir þetta ljúfa komment; en sem sagt ég þarf áminningu, mig bara aaaðeins rámar í þetta en man samt ekki hvað hverklukka þýddi.

Og fór þá t.d. Siggi kóngur á fætur á undan fjárhirðum á öðrum bæjum útaf búmannsklukku prófastsins?

6:59 PM  
Anonymous Anonymous said...

Hej coola pantern!
Jag hoppas det går att kommentera nu. Vad bra att du nämner boken. Vad mycket fint du har gjort om filmfestivalen. Nu verkar det som att mitt internet har återhämtat sig, och kvickar på lite grann. Jag har köpt en mp3-spelare och tankar in musik på den. Hoppas vi ses snart panter. Bävern hälsar till dig. Kram lillpuma.

9:04 AM  
Blogger Kristín Bjarnadóttir said...

tack för kommetar lillpuman ... till slut hittade jag det, hur ska man gissa att någon flyttar ett halvår bakåt i tiden! så kuuul att du kan läsa det här i alla fall och du inte är blivit uppäten! kram på dig!

5:11 PM  

Post a Comment

<< Home