My Photo
Name:
Location: Göteborg, Sweden

Saturday, September 02, 2006

Veðrið klukkan átta

Posted by Picasa











Veðrið klukkan átta:

I.


ekkert gerist af sjálfusér ekki einu sinni grasið grær einsamalt og úr engu allt er háð öðru
eins og kvöldsólin himninum og því að einhver horfi og hugsi: kvöld; nú er kvöldið í kvöld

ég er háð sólarhringnum háð því að hugsa mér framhaldslíf strax á morgunn

ég gerist ekki einsömul ég er háð mínum kringumstæðum og mínu fólki eins og grasið sinni mold og mátulegri vætu já og mátulegri birtu því ég er eitthvað sem gerist; ég geng og gerist.


II.

Ef ég væri sonnetta myndi ég líklega drepa á dyr hjá einhverju skáldinu og biðja það að yrkja mig uppánýtt; en ég er ekki sonnetta og þarf engan sonnettubúning því ég er með lykla að húsinu mínu og get ráðið mér sjálf.

Ef ég væri saffóarháttur er óvíst hver myndi þekkja mig og þá myndi ég heilsa öllum með handabandi og hoppa eftirfarandi takt niður skólavörðustíginn: haha haha hahaha haha haha
þrisvar sinnum og síðan hahaha haha og svo aftur frá byrjun alveg oní bankastræti.

En ég er enginn háttur ég er ljóð sem liggur á eggjum sínum á haustin.


11 Comments:

Anonymous Anonymous said...

fallegt

1:38 AM  
Blogger Kristín Bjarnadóttir said...

takk!

2:35 AM  
Blogger kristian guttesen said...

já þetta er fallegt, ég er samt hrifnari af mömmu þinni og trjánum, þeim texta meina ég, mér finnst hann algjör snilld, en þetta er falleg angurværð, en mætti vera meiri snerpa einsog er einmitt í hinu, ef þú ert ekki sátt við þessa krítík er það mér að kenna og minni syfju og dómgreind úti á túni, að bíta gras. Annars gaman að fá svona flott ljóð á bloggsíðu.

6:47 AM  
Blogger Kristín Bjarnadóttir said...

held ég sé hreint ekki ósátt! get einmitt alveg notað svona kritík. og hjartans þakkir fyrir að kommentera þrátt fyrir syfju ...

8:35 PM  
Blogger Kristín Bjarnadóttir said...

kannski rétt að taka fram að þetta kom sem svar mitt við eftirfarandi fullyrðingu: "grasið grær af sjálfu sér" sem einhver hafði eftir einhverjum í hrifningu sem ég gat ekki tekið undir ...

9:25 PM  
Anonymous Anonymous said...

Hvorki' er ég sonnetta né með saffóarbrag,
Og sennilega’ ekki fornyrðislag.
Ferskeytla góð er fráleitt hér
Finndu nú bloggari hver ég er.

Lycophro

11:28 PM  
Anonymous Anonymous said...

Hvorki' er ég sonnetta né með saffóarbrag,
Og sennilega’ ekki fornyrðislag.
Ferskeytla góð er fráleitt hér
Finndu, haustfugl, hver ég er.

Lycophro

11:29 PM  
Blogger Kristín Bjarnadóttir said...

Læt mér linda ... vel að því
hve létt þú flýgur ... dírrindí.
Þú ert með væng úr vesturbæ
og varast hvers kyns húllumhæ;

þú heldur þig í heimsborgum
hugsar vel á stórtorgum!
Hvort er ég nú heit eða' köld?
Hér er komið annaðkvöld.

2:24 AM  
Anonymous Anonymous said...

Ég vildi að þú hefðir rétt fyrir þér Kristín mín - sérstaklega afþví ferskeytlusvarið er svo flott! En því miður! Á ekki svona létt með að vera spontant í bundnu máli. Verð hins vegar að segja að mér finnst þessi nýji tónn og þessi fallega pæling hreint alveg yndisleg. Er hrifnust af regndropanum - mjög hrifin líka af mömmu þinni - og hrifin af saffó og sonnettubragnum. Keep up the good work! Besta kveðja úr haustrigningunni í Reykjavík. Þín Linda

11:42 PM  
Blogger Kristín Bjarnadóttir said...

Gamnan þú skulir gefa þig til kynna Linda allrabestuþakkir fyrir það ... og þá er að geta betur!
Spurning hvort anonymus er háttur, skáld eða hvað?

6:31 AM  
Blogger Kristín Bjarnadóttir said...

Lycophron var ljóð- og harmleikja skáld líklega grískt og löngu fyrir Krist; gerði jömbuð vers um goð og þeirra gjörninga ... svo annaðhvort er þetta geðlækninr á næsta bæ; eða þá að Lycophron er prófessor norður með sjó.
Auðvitað: Lycophron þú ert lukkunnar pamfíll; einskonar hamingjuprófessor hjá norðmönnum!

6:32 AM  

Post a Comment

<< Home