My Photo
Name:
Location: Göteborg, Sweden

Sunday, May 14, 2006

Bloggstopp

Laus við brunninn og Posted by Picasa bara smá ör enn eftir þessa innvortis leiðslu. (Sést t.v. á myndinni.)

Það er Dansbiennal i Gautaborg; ég guggnaði á að fara á sýningar, nema settningardaginn þann 11 maí á Götaplatsen, þá mætti ég og hitti tangófólkið þar! Kom nánast beint úr geislum og náði ekki að lyppast niður, það þakka ég félagsskap Mats Perssonar. Ljúft og hlýtt kvöld í sólarlaginu, sem lauk með útimilongu á danspalli fyrir utan Listasafnið og Poseidon stóð sem steinn gjöfull á torginu með sínar vatnsbunur í allar áttir ...

Nú er sunnudagur og ég er að búa mig á ball! Ætla á Milongu i Kvarnbyen/Myllubænum, í Mölndal, þar sem forvitnilegt par var með námskeið um helgina og ætlar að sýna í kvöld; nýupprunnin tangóstjarna Gautaborgar Gilda Stillbäck - atvinnudansari (contemporary) sem tók tangó sem aukagrein fyrir nokkrum árum - og tangóstjarna Skánar, hinn hálf argentínski Daniel Carlsson, sem venjulega dansar við stóru systur sína Jessiku eða pínulittla vörubílstjórann hana Önnu.

Ég veit hinsvegar ekki af hverju ég strandaði við að blogga fyrir meira en mánuði síðan, að vera ekki með ferðatölvu á spítalanum afsakar bara fáeina daga ...

Eftir seinasta blogg var ég 6 daga á Sahlgrenska = sjóferð nr 2; ég stóðst inntökuprófið því heimavarnarliðið mitt var byrjað að taka skipanir alvarlega og sinna skildum sínum (og þar hafa komment vina og ættingja örugglega haft sín áhrif ...með bæði baráttukveðjum og bænum). Eftir þá sjóferð tók við önnur vika meðan frumueitrið var enn að reyna að vinna á mínu meini og mér um leið.

Ég er stundum heppnari en ég get ímyndað mér ... með vini og vandamenn og lífið almennt með óvæntum skemmtilegheitum...

Áður en ég útskrifaðist voru komnir páskar og ég reyndist “lyckligt lottat” því íslenska tangóparið Kristinn og Sigurlaug kom brunandi frá Kaupmannahöfn á silfurlita bílnum sínum, gagngert til að hressa mig við! Þau komu og heimsóttu mig og sóttu mig. Komu með gjafir og blóm og nýjustu fréttir frá Buenos Aires þar sem þau höfðu m.a. rekist á Reykjavíkurtangóara, gott ef ekki nýkomna af jökla og hverasvæði í SuðurArgentínu!

Og ég fékk fleiri góðar heimsóknir frá Kaupmannahöfn: Þann 27. apríl kom Marianne Larsen skáldkona og 6. maí kom Nína Björk Elíasson
brunandi með glóðvolga upptöku af Tónleikum í Berlín á dögunum, þar sem hún söng. ma lög sín við texta eftir mig.
Sjá hér um Nínu og hljómsveitina hennar Klakki.

Hulduhernum mínum má hinsvegar kenna um það að tíminn heima styttist í annan endann áður en ég byrjaði í geislameðferð þann 26. apríl. Vikan eftir páska fór í þeyting vegna undirbúnings, þ.e. ýmsar ferðir á spítalann, til að sneiðmynda mig; á Tannlæknaháskólann til prof. Bodil Fagerberg að ganga úr skugga um að engin tannrótarbólga né vanheilsa væri eftir í mínum munni ... og ljúka við að máta “geimferðabúninginn”.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home