Jubileumskliniken, sjóferð og dansandi djákni
Við innganginn á Jubileumskliniken á Sahlgrenska má sjá konunglega skiltið á myndinni með áletrun sem þýðir nokkurnveginn "Megi þessi Jubileumsklinik mín verða heimili, þar sem læknandi máttur geislanna getur veitt hinum sjúku bót eða líkn" og með undirskrift Gustafs konungs fimmta. Stofnunin var opnuð árið 1943 og húsnæðið seinast gert upp 1978 og ég náði að skynja hvað dr. Nyman átti hugsanlega við þegar hann talaði um hvað það væri frumstætt hjá þeim á deildinni. Þar er oftast yfirfullt og þungt loft, en fullt af skemmtilegu hjúkrunarfólki og læknum, sem heldur gleði sinni og er alltaf tilbúið að hlúa að manni eftir bestu getu.
En ég varð hinsvegar æ leiðinlegri eftir því sem leið á fyrstu vikuna í lyfjagjöfinni á deild 54 þótt ég hugsaði O.K. þetta er eins og sjóferð til Íslands með viðkomu í Noregi og kannski Færeyjum, max sex daga sigling og ég heppin að geta legið í koju! Þarf ekkert að vera á hlaupum milli annarra sjóveikissjúklinga eins og í minni fyrstu utanlandsferð ... bara muna að það er um að gera að borða til að hafa einhvað að kasta upp ... um að gera að láta ekki gefa á sig þó maður skreppi uppá dekk að fá sér frískt loft (það eru ágætar svalir á deildinni) ... og alltaf nóg af efni í nýja drauma, engin spurning, þó manni standi á sama um vökulífið í nokkra daga.
Áður en stormurinn skall á fyrir alvöru var ég búin að fá ljúfar heimsóknir sem fengu mig til að gleyma velgjunni um stund og fara í tvær fínar vetrargönguferðir í Botaniska Trädgården með lyfjadunkinn í veski á maganum og meira að segja eina vorgöngu í millitíðinni.
En ég varð hinsvegar æ leiðinlegri eftir því sem leið á fyrstu vikuna í lyfjagjöfinni á deild 54 þótt ég hugsaði O.K. þetta er eins og sjóferð til Íslands með viðkomu í Noregi og kannski Færeyjum, max sex daga sigling og ég heppin að geta legið í koju! Þarf ekkert að vera á hlaupum milli annarra sjóveikissjúklinga eins og í minni fyrstu utanlandsferð ... bara muna að það er um að gera að borða til að hafa einhvað að kasta upp ... um að gera að láta ekki gefa á sig þó maður skreppi uppá dekk að fá sér frískt loft (það eru ágætar svalir á deildinni) ... og alltaf nóg af efni í nýja drauma, engin spurning, þó manni standi á sama um vökulífið í nokkra daga.
Áður en stormurinn skall á fyrir alvöru var ég búin að fá ljúfar heimsóknir sem fengu mig til að gleyma velgjunni um stund og fara í tvær fínar vetrargönguferðir í Botaniska Trädgården með lyfjadunkinn í veski á maganum og meira að segja eina vorgöngu í millitíðinni.
Ég var líka heppin með Djákna (diakonissu) sem kom og spjallaði við mig þrisvar í þessari viku sem ég lá inni. Þótt ég héldi að mér lægi ekki mikið á hjarta, kom alltaf annað í ljós ... og það kom líka í ljós að Djákninn minn dansar argentínskan tangó! Kynntist dansandi Argentínurum á Skáni fyrir c.a. sjautján árum síðan og veit vel um hvað það mál snýst.
Eftir nærri tvær vikur heima líður mér ansi vel; nota kraftana fyrst og fremst í það nauðsynlegasta, og svo í að lesa allt sem ég gat ekki lesið á spítalanum. Mætti þó á Las Tardecitas á laugardaginn var og gat notið þess að dansa þrátt fyrir þriggja vikna hlé. Er búin að komast að því að ég geng líklega í ansi fleygnum flíkum því fæstar mínar dansblússur og bolir ná að fela það sem hér er kallað CVK (central vain katater) en kannski heitir brunnur á íslensku. Og þegar einn herrann hélt mér þétt fann ég óþægilega fyrir skrúfunum á maganum, þar sem leiðslan úr brunninum endar :-) alveg ný og kátbrosleg próblem í minni tangósögu!
5 Comments:
Samfærandi samlíking við sjóferð og gott að þú skulir dansa þrátt fyrir brunn og slöngu sem þú þarft væntanlega að hafa áfram til að komast í næstu sjóferð. Góða ferð!
Akkúrat! Ómissandi útbúnaður í mínar sjóferðir.
Alveg rétt! -aå var "littla þernan" 17 ára á Gullfossi, sem kom við hjá ykkur Adda, ungu hjónunum í vestmannaeyjum. Líklega í öðrum túrnum. Takk fyrir að minna mig á!
Hæ elsku frænka, takk fyrir kveðjuna.
Vildi bara segja þér hvað mér finnst þú mögnuð að blogga um meinvarpsómyndina í svona ævintýralegum stíl. Þú ert hetja.
Hvernig er það annars, þessi botaniska garður, er það kannski garðurinn með öllum listaverkunum og fiðrildasafninu sem þú sýndir mér fyrir líklega 14 árum síðan?
Kær kveðja af bakkanum frá litlu fjölskyldunni sem allt í einu er orðin miklu stærri.
Fyrir fjórtán árum! Hahahha. Hélt -það hefði verið í hittifyrra ... nei annars það var þá (c.a. :-))sem þið Sævar synntuð yfir Kúavatnið í Partille. En nei Trädgårdsföreningen, heitir garðurinn þar sem við heilsuðum uppá fiðrildin og listaverkin (einu sini var þar tré sem ég held að hafi talað íslensku); nú tilheyrir Fiðrildasafnið sögunni, en áfram er stærsta rósasafn norðurlandi í þeim garði ...
Botaniski garðurinn er í allt öðru horni miðbæjarins með grasafræði deild háskólans í sér og næstum því háskólasjúkrahúsið, bara smá girðing á milli.
Gaman að lesa um ykkur gullmolana á bakkanum ...
Post a Comment
<< Home