My Photo
Name:
Location: Göteborg, Sweden

Monday, February 13, 2006

Villtar pillur

Búin að komast að því af hverju ég var svona rosa sljó uppúr miðri vikunni sem leið: ég er næstum handviss að bætiefnin sem ég var að úða í mig voru úr vitlausum pakka! Ekki úr Bio-Strath pakkanum með "Naturligt näringsextrakt" heldur úr gömlum svefntöflupakka!

Það var í gær þegar ég ætlaði að fá mér styrkjandi ábót af heilsuskammtinum sem ég hafði gleymt að taka föstudag og laugardag að ég furðaði mig á hvað þær voru skringilega litlar og hvítar. Þær lágu á skrifborðinu! Komu þannig uppum sig. Þær höfðu villst. Það hefur nefnilega ekki hvarlað að mér að taka svefnpillur síðan ég kom heim á Hubertusveginn uppdópuð af spítalanum. En sljóleiki vill bersýnilega meiri sljóleika.

Mætti halda ég væri skyld náfrænku minni dr. Freylittle sem lenti í Mexíkó fyrir skömmu!

Það eru jólaljós á tröppunum hjá nágranna mínum á Hubertusvegi og upplýst tré í garðinum sem lýsir upp morguninn. Er að spá í hvort ég eigi að nota rauðu rafmagshjörtun fyrir eldhúsgardínur til að byrja með ... og hvernig hattahyllu húsvörðurinn var að bjóða mér.

Ég á of mikið af höttum og mig langar í fleiri.

Ætti þá að skreppa í Iðnó í vikunni og horfa á hattahönnuðinn hennar Elísabetar leika hattakúnstir á konur og hljóðfæri... eða hvernig það nú var í auglýsingunni!

3 Comments:

Blogger Kristinn og Stella said...

Takk fyrir að skrifa, gott að fá að fylgjast með. Ég vona að þú náir að stjórna þessum óstýrilátu pillum og verðir hress, en getir samt sofið hæfilegan hluta sólarhringsins. Gangi þér vel.
Stella

9:19 AM  
Blogger Kristín Bjarnadóttir said...

Gaman að fá kveðjur líka úr sveitinni; þú víst leikið þér að flestum "formum" systir mín góð!

Skilaðu kveðju á bakka og grundir

p.s.
Ég tek bara tarnir á skæpinu en einhver pikles í hátölurunum ...svo ég heyri illa þegar hringt er í mig.

9:59 PM  
Blogger Freyja said...

Passaðu þig á svefntöflunum...
Já þú ert alveg jafn utan við þig og ég.

Gaman að geta fylgst svona náið með þó að ég sé óralangt í burtu. Vertu áfram svona dugleg að blogga.

kær kveðja úr Mexíkó

8:43 PM  

Post a Comment

<< Home