Fór til læknis og kom heim með hjartað í buxunum
Ég fór til læknis fyrsta virka dag ársins og kom heim með enn eitt hjartað í buxunum, enda útsala á öllu í öllum bænum...
Læknir í sjöunda ...
Læknirinn var eins og í sjöunda himni uppá sjöundu hæð í húsi við ána með þvílíku útsýni að ég sá eftir að hafa ekki tekið með mér myndavélina, þar til ég fékk svar við spurningum mínum: er hægt að komast út á svalirnar? "já sagði læknirinn, við fórum út þegar flugeldasýningin var ..." En meiga gestir fara út, spurði ég og nei sagði doktor Janne og ég benti honum á að glugginn hans væri mátulega opinn og mátulega rúmgóður fyrir manngang. Við erum erum nú með dyr líka sagði dr. Janne og lék við hvern sinn fingur og kúluna á hálsinum á mér ... sagði það góðs viti að hún væri ekki föst heldur hreyfanlegt kýli og kannski bara meinlaus eitlavöxtur (út af yfirvinnu eitlanna) og ekki krabbamein frekar en bólan á hans eigin hálsi sem hann gekk með í hálft ár þar til hann skrifaði remiss handa sjálfum sér í rannsókn á Salgrenska. Ekki baun og ekki krabbamein, bara óbreytt meinleysisgrey var niðurstaðan ... og hann sýndi mér bóluna sína sem ekki lengur er ný en auðséð.
Drottning Christinas Jaktslott
Þegar ég kom niður af sjöundu hæð með remiss í sýnistöku seinna á Salgrenska, þá saknaði ég útsýnisins um leið og tók tröppurnar upp á Konunglegu hæðina (Kungshöjd). Þar uppi lá við að ég villtist því útsýnið hvarf. Svo kom ég auga á pínulítið hús mitt í nútímabyggð í háhýsastíl. Álíka hátt og kletturinn við hlið þess sem er örugglega fyrrverandi fjallstoppur! En nú yfirgnæfa húsin hann, öll nema þetta littla með grýlukertunum. Drottning Christinas Jaktslott hugsaði ég og hugsunin reyndist rétt en slottið var lokað. Leigt út til einkasamkvæma og fundarhalda stóð á miða í glugga og símanúmerið: 031-193610
Mig fór strax að dreyma um tangóafmæli í "höll" nöfnu minnar.(Dr.Ch. f. 1626- d.1689.)
Húsið er frá 1670 og stendur nú friðað, var bjargað árið 1971 þegar átti að rífa! Nú eru þar ljón yfir gluggum með grýlukerti á vöngum.
"little heart" í buxunum
Mg langaði svo í fleiri saumlausar nærbuxur frá sloggi sem ég datt oná fyrir jólin og heita "little heart" rauðar með tveim hjörtum á hægri mjöðm, einu littlu og öðru minna ... og viti menn, þær voru enn til, ekki á útsölu en til sölu! Engir óþarfa saumar, engir faldar, ekkert sem meiðir bara efni sem fellur að. Og frá.
Eftirmáli
Í dag þriðjudag var hringt frá læknastofunni á sjöundu hæð við ána og spurt hvort ég vildi ekki koma aftur! Það fannst ekkert blóð úr mér, engar myndir ... ekkert. Hafði alveg gleymst að skoða mig nema utanfrá ??!!!
5 Comments:
Áhugaverðar, leiðindaorð, en já spennandi nærbuxur, er þetta skáldskapur með dr. Janne og kýlið eða saga um útsýni.
Hér er dimmt, ég og Jóhanna barnabarn vorum í sundi og fórum í Nóatún að kaupa í matinn, Garpur er sofandi en Jökull fór til Kristínar, viti menn, mér tókst að draga fótboltakappann í leikhús, næsta fimmtudag, að sjá Hilmi Snæ, hann lék í áramótaskaupinu, og þeir horfðu á hann og sögðu: Já, ef þetta er vel leikið sleppur þetta.
Þetta er saga um kíli og krabbameinsótta sem breyttist í skemmtiferð.
Þetta er saga um skemmtiferð sem byrjaði með læknisheimsókn.
Þetta er saga um útsýni og gleymsku og nýja nærspjör og hún er dagsönn og gærsönn. Já, er hún þá ekki einmitt skáldskapur?
Sammála Jökli og Garpi um áramótaskaupið ;-) (Eg sá það í tölvunni).
Takk fyrir skrifin, lásum annálinn þótt við gerðum ekki vart við okkur. Kemur ekki framhald á læknasögunni eða fáum við hana LIVE í Kaupmannahöfn?
Þetta er flóknari listgrein en ég hélt, læknasagnasviðið! ég mun þó
gera mitt besta í dramatískri samkeppni minni við Dr.Freylittle dýralæknir og fjöllistamanninn bróður hennar. Sama sem framhald væntanlegt en þið fáið
það líka "live"!
Takk kærlega fyrir gjöfina elsku frænka. Þetta er alveg ofsalega flott, nú get ég farið að skreyta mig aðeins til að draga athyglina frá mínum föla og veiklulega húðlit.
Gangi þér vel með allar frekari rannsóknir og læknavesen. Þetta er örugglega ekkert alvarlegt, en læknavísindin geta líka gert ótrúlegustu hluti nú til dags.
kær kveðja frá dýralækninum.
Post a Comment
<< Home