"Nálægðin er frelsi ekki daður þegar við dönsum."
Setningin "Nálægðin er frelsi ekki daður þegar við dönsum", er úr sögunni Heimsins besti tangóari og mér dettur hún í hug þegar ég sé þessa mynd af mér dansandi á milongunni Las tardecitas við Espertantoplatsen í Gautaborg.
Mér dettur sú setning raunar oft í hug, kannski þökk veri Dinzel hjónunum sem kenndu mér snemma að tangó snérist um frelsi.
Ég er alltaf að fá fín komment á bókina mína Heimsins besti tangóari / El mejor Tanguero Del mundo. Seinast frá íslenskukennaranum/ hemspråksläraren hér bæ.
Hún hélt því fram að sagan hefði umturnað hugmyndum hennar um argentínskan tangó. Að hún hefði fram að því einkum séð fyrir sér standardiseraða dansinn sem er viðurkenndur keppnisdans. Nú sá hún liti og mynstur, sagði hún fann hitann í dimmri nóttinni og snertingu fram í fingurgóma. Sá fullt af suðuramerísku fólki fyrir sér samankomnu til að lifa tangóinn.
3 Comments:
Fín mynd. Við hvern ertu að dansa? Sjáumst í kvöld?
Stella
Flott mynd! Við sjáumst í tangó á morgun :)
Við hvern! Heimsins besta tangóara að sjálfsögðu ... en nú kalla ég hann Jóhann, þann á myndinni. Því hann heitir Johan og er annar umsjónarmaður síðdegismilongunnar Las Tardecitas. Og líka eini Svíinn sem ég veit til að haldi hlöðumilongur á sumrin eða "logtangó" í skerjagarðinum.
Post a Comment
<< Home