My Photo
Name:
Location: Göteborg, Sweden

Saturday, April 16, 2005

Hljóðfæri vindanna

Hver veit að það er hægt að senda flugpóst með bandóneon?

Ég hefði ekkert trúað því hefði ég ekki reynt það: ég póstaði bréf á Club Continental í Gautaborg til tangódansandi hjóna á Hjarðarhaganum í Reykjavík og það var komið til skila á minna en einum og hálfum sólarhring. Nánar tiltekið þegar bandoneonleikarinn Pablo Yanis opnaði hljóðfæratösku sína á æfingu í Iðnó í morgunn og bréfið flaug áfram á þá sem það var stílað á ...

ég hef þetta eftir áreiðanlegustu heimildum, þ.e. þeim sem bréfið var stílað á, svo það er bara að þakka Cuesta Arriba og hinu alræmda ólógiska og ómissandi tangóhljóðfæri.

1 Comments:

Blogger Kristinn og Stella said...

Takk fyrir þessa óvæntu og skemmtilegu flugpóstsendingu. Ekki hægt að hugsa sér ljúfari póstflytjendur.
Stella og Kristinn

10:42 PM  

Post a Comment

<< Home