Föstudagstangó á Oceanen og Tango Exil
Eitt af því góða við að blogga er að dagarnir raða sér rétt. Oft ruglast ég í dögum, fannst það væri sunnudagur í dag af því sólin skín og enginn að hamast með gröfur og sprengitæki í götunni minni. Jú og ein ástæða til: það er óvenjulegt með tangópartí á Oceanen á föstudögum, en eitt slíkt var í gær.
Gott að koma í gamalkunn húsakynni og hitta flólk; Samira og Ann-Sophie voru Dj framanaf svo tók Jonas við. Ég mætti um kl. 22:00. Þegar ég sá engan draum að dansa við, límdist ég við barinn við hlið Anítu og í samvinnu breytumst við auðveldlega í "tangólöggu". Þegar sá gállinn er á okkur verðum við álíka óþolandi og karlarnir á Kossinum (El Beso í Bs.As.) þegar þeir klístra sér saman - við barinn og tvö næstu borð - og finnst þeir e.t.v. vera heimsins bestu tangóarar en dansa ekki, heldur kommentera aðra!Já bara sín á milli og án þess að kalla eso eso! Það er það sem við köllum tangólöggu.
En þar sem engin krassandi umferðaslys gerðust á gólfinu, notuðum við tækifærið að skakklappast í takt við hvor aðra þegar milongutandan kom (tanda= syrpa af 3 - 4 skyldum lögum; milongutanda = syrpa af milongulögum).
Við það breytist allt!!! bætist og kætist ...
Og víst er hægt að skemmta sér þótt margir elstu tangóararnir séu fjarverandi, á ferðalagi í Búenos Aires, fluttir til Berlínar og Munchen, Stockholms og Málmeyjar, eða á hækjum heima hjá sér eins og Maria.
Hó, hvaða fegurðarknútt (snygging), var nú þetta!!! allt í einu birtist ungur svarthærður maður í jakkafötum með bindi og bar sig eins og Argentínubúi. Við píanóið settist aðeins eldri snygging - guapo - og sá yngri byrjaði að syngja dramatískan tangó á sænsku!
Atriðið var úr Tango Exil, klukkutíma sýningu sem fer á fjalirnar þann 31.mars líklega hugsuð einkum fyrir menntaskólana. Þetta var auglýsing, kynning sem lofar góðu, þökk veri unga argentísk/sænska leikaranum Francisco Sobrado. Og sögu sem tekur trúlega mið af hans eigin veruleika, Francisco sem býr í Svíþjóð en leitar uppruna síns og svari við spurningum eins og: Hvað gerðist með föður hans sem varð eftir i Agrentínu á blóðugustu árum herforingastjórnarinnar (1976 - 1983)? Um leið saga argentínumanns sem er pólitískt virkur og lendir í fangelsi en tekst að flýja. Textahöfundurinn er Bo Sigvard Nilsson frá Lerum við stöðuvatnið Aspen og ég sé að meðal tónlistarfólksins er ekki bara Per Störby bandóneonistinn úr New Tango Orquesta, heldur líka guapa fíólínleikarinn hún Lífið Norður eða Livet Nord.
Gott að koma í gamalkunn húsakynni og hitta flólk; Samira og Ann-Sophie voru Dj framanaf svo tók Jonas við. Ég mætti um kl. 22:00. Þegar ég sá engan draum að dansa við, límdist ég við barinn við hlið Anítu og í samvinnu breytumst við auðveldlega í "tangólöggu". Þegar sá gállinn er á okkur verðum við álíka óþolandi og karlarnir á Kossinum (El Beso í Bs.As.) þegar þeir klístra sér saman - við barinn og tvö næstu borð - og finnst þeir e.t.v. vera heimsins bestu tangóarar en dansa ekki, heldur kommentera aðra!Já bara sín á milli og án þess að kalla eso eso! Það er það sem við köllum tangólöggu.
En þar sem engin krassandi umferðaslys gerðust á gólfinu, notuðum við tækifærið að skakklappast í takt við hvor aðra þegar milongutandan kom (tanda= syrpa af 3 - 4 skyldum lögum; milongutanda = syrpa af milongulögum).
Við það breytist allt!!! bætist og kætist ...
Og víst er hægt að skemmta sér þótt margir elstu tangóararnir séu fjarverandi, á ferðalagi í Búenos Aires, fluttir til Berlínar og Munchen, Stockholms og Málmeyjar, eða á hækjum heima hjá sér eins og Maria.
Hó, hvaða fegurðarknútt (snygging), var nú þetta!!! allt í einu birtist ungur svarthærður maður í jakkafötum með bindi og bar sig eins og Argentínubúi. Við píanóið settist aðeins eldri snygging - guapo - og sá yngri byrjaði að syngja dramatískan tangó á sænsku!
Atriðið var úr Tango Exil, klukkutíma sýningu sem fer á fjalirnar þann 31.mars líklega hugsuð einkum fyrir menntaskólana. Þetta var auglýsing, kynning sem lofar góðu, þökk veri unga argentísk/sænska leikaranum Francisco Sobrado. Og sögu sem tekur trúlega mið af hans eigin veruleika, Francisco sem býr í Svíþjóð en leitar uppruna síns og svari við spurningum eins og: Hvað gerðist með föður hans sem varð eftir i Agrentínu á blóðugustu árum herforingastjórnarinnar (1976 - 1983)? Um leið saga argentínumanns sem er pólitískt virkur og lendir í fangelsi en tekst að flýja. Textahöfundurinn er Bo Sigvard Nilsson frá Lerum við stöðuvatnið Aspen og ég sé að meðal tónlistarfólksins er ekki bara Per Störby bandóneonistinn úr New Tango Orquesta, heldur líka guapa fíólínleikarinn hún Lífið Norður eða Livet Nord.
1 Comments:
Takk allir ósýnilegu lesendur og sérstaklega þið sem skiljið eftir komment eða meilið. Takk nafna mín á Spáni!!
Post a Comment
<< Home