My Photo
Name:
Location: Göteborg, Sweden

Sunday, March 13, 2005

Nýr tangóstaður við Rio de la Göte

Þegar ég sé fallegan mann tek ég til fótanna. Það gerðist í gær og það gerðist í dag. Þá er gott að geta tekið til fótanna og dansað!

Var að koma heim, eftir síðdegistangó á nýopnuðu sunnudags-tangócafé við Esperantoplatsen við Rio de la Göte. Fór beinustu leið þangað úr kirkjusöng og altarisgöngu og réði mér ekki fyrir kæti þegar ég komst í að dansa við hávaxna lindyhopparan sem á við sama vandamál að stríða og ég: of langa fætur (= þykir gaman að taka mikið pláss á gólfinu, sem er argasta 'okurteysi þegar aðrir eru á því ...). Ég endaði á næstu hæð fyrir ofan, sem gestatangókennari í spánska klúbbnum! Bara si svona spontant hjá Marcello sem er einsamall að kenna og hefur líklega aldrei þjálfað ljónynju og drottningartæknina ... hann bauð mér og bað mig að vera gestur dagsins.

Og svo tók ég áfram til fótanna ...

Það er Verdemar og lukkugengið sem stendur fyrir nýja staðnum TANGO HABIBI til húsa í Språkcaféet við Esperantoplatsen.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home