My Photo
Name:
Location: Göteborg, Sweden

Friday, March 11, 2005

konur skálma karlar semja

I dag er fæðingardagur Astor Panaleón Piazzollas (f. 11. mars 1921 - d. 4. julí 1992) og dánardagur filðuleikarans, stjórnandans og lagasmiðsins Julio De Caros (f. 11. desember 1899 - d.11. mars. 1980).

Félagi Carlos Quilici, bandoneonisti og tangótónskáld frá Rosario fullyrðir að tangósöngva verði að skrifa bundna í hætti og rím, rétt eins og á fyrrihluta aldarinar sem leið! Bestu tangóskáldin eru að hans mati:
Homero Manzi, Homero Expósito, Cátulo Castillo, Enrique Cadícamo, Enrique S. Discépolo, Alfredo Lepera, José M. Contursi.
Alfredo Lepera (f.4. júni 1900 - d. 24 júni 1935) var bæði blaðamaður og skáld og hann var samferðamaður Gardels; skrifaði fyrir hann bæði tangósöngva og kvikmyndahandrit.
Af hverju ætli hann nefni ekki Borges? Hann skrifaði fullt af tangó og milongatextum! Og Piazzolla gerði tónlistina ...

I dag lenda dansandi Íslendingarnir í Buenos Aires, borginni þar sem O´Camposystur skálmuðu um á síðbuxum og þótti djarft seint á 19. öldinni ... gaman að geta lesið um þær á kistusíðunni www.kistan.is í grein eftir Dr. Hólmfríði Garðarsdóttur um Bókmenntir Rómönsku Ameríku, frá sjónarhóli kvenna.

1 Comments:

Blogger Kristín Bjarnadóttir said...

vinir mínir senda komment í meil,en tekst ekki að fá þau til að festat á þessari síðu, nema frænkum mínum sem eru mjög skildar mér og bloggarar sjálfar ...
kannski kan einhver ekki bloggandi á svona logbókaskilaboðamiða fyrir þá sem vilja gera vart við sig. er þa enhver kúnst þótt maður bloggi ekki sjálfur?
stinacita

11:32 AM  

Post a Comment

<< Home