My Photo
Name:
Location: Göteborg, Sweden

Wednesday, March 09, 2005

Rithöfundaráðið og önnur ráð til að njóta fljótsins

Fjórar aðferðir til að njóta fljótsins Río de la Plata, án þess að skella sér með bátnum t.d. yfir til Colonia eða Montevideo í Uruguay!

1. - 2. spóka sig á Costanera Sur eða við Av Costanera R Obligado;
3. skreppa í dagsferð til El Tigre;
4. fá sér hádegismat og njóta útsýnisins frá 19 (eða 20.) hæð í námunda við Puerto Madero.

Ég valdi síðastnefndu og léttustu lausnina!

Það mun vera hægt að spóka sig við á grænum svæðum við ána Rio de la Plata hvort sem er á Costanera Sur verndaða svæðinu fyrir utan Puerto Madero (þangað sem fók hjólar eða labbar og dólar sér með nesti) eða í norður átt frá downtown/microcentro ( í eða við Palermo), þar er gata sem heitir Av Costanera R Obligado, oft bara kölluð La Costanera, sögð vinsæl meðal heimafólks sem vill vera við vatnið/árbakkann (ég ímynda mér göngubraut ármeginn við vatnið!? það má spyrjast fyrir ... og ekki kæmi mér á óvart að þið - tangóarar ofan af Íslandi - munið beinlínis bruna þarna um undir leiðsögn.. Þarna eiga að vera veitingastaðir og í túristabókum er talað um Club de Pescadores ("sjómannaklúbbinn"), frá 1937. Flugvöllurinn Aeroparque Jorge Newbery liggur svo milli þessarar strandlengju og tilkomumikilla grænna garða nær bænum. Ég náði að kíkja yfir þessa dýrð ofan úr háu húsi við Av del Libertador. En gestgjafi minn þar ráðlagði mér að fara í dagsferð sem ég aldrei fór í: til Tigre (við ósa Paraná árinnar ) “Tren de Costa” – strandlestin – er ca 50 á leiðinni norður frá Maipú-stöðinni til El Tigre og þaðan hægt að halda áfram í bátsferðir um ósa og óshólma (ath. eyjuna Martin Carcía).

Rithöfundurinn Luisa Valenzuela gaf mér það þjóðráð að taka lyftuna upp á 19. (eða 20.?) hæð á veitingastað nálægt Puerto Madero, og borða þar hádegismat með útsýni yfir Rio de la Plata, sem ég og gerði og fékk fullt af fínum húsþökum í kaupbæti. Staðurinn er Azzura en el Comega och adressen er Corrientes 222 (y Alem.Sími: 4315-8381/4312-6725

0 Comments:

Post a Comment

<< Home