My Photo
Name:
Location: Göteborg, Sweden

Wednesday, March 09, 2005

II.bútur Ráð og óráð handa tangóurum

Milongurnar hjá Parakulturalinu hans Omars Viola, reyndust mér yfirleitt alltaf skemmtilegar hér um árið. vúps! hefur ekkert með "Omar Vega" að gera, nafn sem ég hef sett í vitlaust samhengi í meili til Stellu og auðvitað er ástæða fyrir því ... en Omar Vega kennir á CITA - hátíðinni í ár; með milonga sem sérgrein. Það er Omar Viola sem hefur verið með milongurnar á Cannes á mánudögum og föstudögum (e.t.v. þriðjudögum líka) og á Catedral við Sarmiento nr 4006 einu sinni í viku og stundum við Suipacha nr. 842 (culto orillero) en síðdegismilongan fræga Confideria Ideal var (og er kanski enn?) við sömu götu nr. 384
upplýsingar má finna á www.parakultural.com.ar
Omar Viola omarviola@parakultural.com.ar
Informes y reservas al 4342-4794

Að leita uppi minnisvarða Evitu i Recoleta – Cementerio de la Recoleta – reyndist mér gott efni í gönguferð milli margra ótrúlega flottra minnisvarða! Centro Cultural Recoleta er þar nálægt.

Annars man ég engin sérstök ráð nema þau sem standa enn í gömlum fréttum "news" á heimasíðunni minni. Eins og að:
1.taka eftir hvar maður stígur niður þegar komið er yfir í fátæklegar gangstéttir með holum og hundaskít;
2. muna að hafa til öryggis með sér eigin klósettpappír á milongur og í aðra leiðangra; að hafa ekki stóra seðla og vera með tiltæka skiptimynt að gefa ...;
3. að vanda sig við val á leigubílum og nota remise taxi eða "radio taxi" svonefnda.
4. Og svo ef tekið er út í hraðbönkum, að huga að því hvort ekki þurfi að pota í sérstakt kommando til að biðja um visakortið tilbaka eftir úttekt!!!! Þetta segi ég af gefnu tilefni, því vinur minn varð fyrir því að gleyma sér nýlega við hraðbanka í Buenos Aires og rankaði við sér þegar kortið kom ekki og hélt áfram að koma ekki ... of seint biðja um það til baka. Hann varð að panta nýtt kort í pósti frá Svíþjóð og svona tekur tíma.

Góða Skemmtun Tangóarar - Rosa Góða Skemmtun!!

0 Comments:

Post a Comment

<< Home