Daginn eftir kóramót
Puttarnir mínir fóru að sofa talsvert á undan mér í gærkvöldi ...
Á einum degi varð til í Gautaborg hundrað fjörutíu manna útlagakór. Það var í gær, laugardag!!! Sá var samsettur úr 6 og hálfum kór, búnum til af og úr Íslendingum búandi í Osló; London; Kaupmannahöfn; Lundi; Stockhólmi og hér í borginni við Rio de la Göte. Svo við vorum gestgjafar. Nei ég taldi ekkert vitlaust því konurnar frá Stockhólmi höfðu skilið alla bassana og tenórana eftir heima, og voru því hálfur kór. En frá Kaupmannahöfn komu tveir: kór íslenska safnaðarins undir stjórn Ádísar Arnalds og Staka,undir stjórn Guðnýjar Einarsdóttur, og flutti m.a. íslenska helgikvæðið Ég vil lofa eina þá, í útsetningu Báru Gríms og Gamalt vers eftir Hjálmar H. Elegant kór! Óslókórinn undir stjórn Einars Jónssonar var töff með eigin útsetningar og annarra, texta eftir Dag, Stein Steinar, Sigga Páls og endadi á lagi eftir Snorra Sigfús Birgisson.
Stórikórinn 140 manna ... æfður frá kl.08:30 og svo tónleikar í fallegu Frölundakirkjunni frá átjánhundruð og eitthvað kl. 17:00 og full kirkja af fólki! Sendiherra og frú frá Stockhólmi, Konurnar frá Kóngahellu, þ.e. Þóra og Britta níubarnamóðir í mannheimum og fleiri frægir ...
Í lok tónleika sló Gautaborgarkórinn í gegn með frumfluttningi á verki sem finnskari hluti kórstjórans okkar Tuula Jóhnnesson lagði sál sína, vinnu og húmor í: Requiem över en tupp. Að við skildum slumpast á rétt hanagal og aðrar replikkur og syngja loks af sannfærinu, olli enni þvílíkum feginlegika að hún nærri datt í framkallinu en snéri við í tíma og settist aftur við píanóið ...
Sextettinn okkar - Amenn- botnaði bununa af skemmtiatriðum kvöldsins - Londonkórinn þótti heillandi með afar kindarlegarlegt atriði - á voteygðri tækifæriskveðju við Menúett í G-dúr eftir Lúdwik van Beethoven:
Nú er mót á enda, bíum bæ; sól í sæ, dúllum dæ.
Nú er mót á enda; segjum hæ; segjum jamm og jæj; og bráðum bæ.
Já blessuð og sæl; verið sææ; verið ææ ætíð lukkuleg og lukku læ,
sí og æ, bíum bæ o.s.frv.
Á einum degi varð til í Gautaborg hundrað fjörutíu manna útlagakór. Það var í gær, laugardag!!! Sá var samsettur úr 6 og hálfum kór, búnum til af og úr Íslendingum búandi í Osló; London; Kaupmannahöfn; Lundi; Stockhólmi og hér í borginni við Rio de la Göte. Svo við vorum gestgjafar. Nei ég taldi ekkert vitlaust því konurnar frá Stockhólmi höfðu skilið alla bassana og tenórana eftir heima, og voru því hálfur kór. En frá Kaupmannahöfn komu tveir: kór íslenska safnaðarins undir stjórn Ádísar Arnalds og Staka,undir stjórn Guðnýjar Einarsdóttur, og flutti m.a. íslenska helgikvæðið Ég vil lofa eina þá, í útsetningu Báru Gríms og Gamalt vers eftir Hjálmar H. Elegant kór! Óslókórinn undir stjórn Einars Jónssonar var töff með eigin útsetningar og annarra, texta eftir Dag, Stein Steinar, Sigga Páls og endadi á lagi eftir Snorra Sigfús Birgisson.
Stórikórinn 140 manna ... æfður frá kl.08:30 og svo tónleikar í fallegu Frölundakirkjunni frá átjánhundruð og eitthvað kl. 17:00 og full kirkja af fólki! Sendiherra og frú frá Stockhólmi, Konurnar frá Kóngahellu, þ.e. Þóra og Britta níubarnamóðir í mannheimum og fleiri frægir ...
Í lok tónleika sló Gautaborgarkórinn í gegn með frumfluttningi á verki sem finnskari hluti kórstjórans okkar Tuula Jóhnnesson lagði sál sína, vinnu og húmor í: Requiem över en tupp. Að við skildum slumpast á rétt hanagal og aðrar replikkur og syngja loks af sannfærinu, olli enni þvílíkum feginlegika að hún nærri datt í framkallinu en snéri við í tíma og settist aftur við píanóið ...
Sextettinn okkar - Amenn- botnaði bununa af skemmtiatriðum kvöldsins - Londonkórinn þótti heillandi með afar kindarlegarlegt atriði - á voteygðri tækifæriskveðju við Menúett í G-dúr eftir Lúdwik van Beethoven:
Nú er mót á enda, bíum bæ; sól í sæ, dúllum dæ.
Nú er mót á enda; segjum hæ; segjum jamm og jæj; og bráðum bæ.
Já blessuð og sæl; verið sææ; verið ææ ætíð lukkuleg og lukku læ,
sí og æ, bíum bæ o.s.frv.
0 Comments:
Post a Comment
<< Home