My Photo
Name:
Location: Göteborg, Sweden

Monday, March 14, 2005

Holur eru hættulegar

Það eru engar ýkjur að gangstéttirnar í fátækari hverfum Buenos Aires séu hættulegar og vonandi gæta allir íslensku tangóararnir vel að því hvar þeir stíga þessar vikunar!

Ein marían kom nýlega fótbrotin til baka úr tangóborginni; steig í holu eftir að hafa arkað um miðborgina þvers og kruss í nærri fjórar vikur. Og á sínum þriðja síðasta degi leit hún loksins upp og á eitthvurt skilti og vippsí-vúps! Henni fannst það enginn lúxus að lenda á Argentínskum spítala og sex vikur með gipsaðan fót ekkert grín fyrir þann sem vill dansa.

2 Comments:

Blogger kristian guttesen said...

Hvað stóð á skiltinu: Hér er sögð saga af einmanaleikanum, eða Draumaviðgerðir, eða: góðir skór.

Ég er alltaf að spila milonguna þína meðan ég skrifa, þessvegna er ég óstöðvandi...la la la

2:19 PM  
Blogger Kristín Bjarnadóttir said...

hahaha já, ætli það séu ekki bara allir í Draumaviðgerðaleiðangri sem leggja í draumaferðin til bs.as. og þegar þeir sjá skiltið þá er holan vís!
snjallt hjá þér prellaprína. og maria talaði einmitt um góðu skóna sem hún var ekki í.
stinacita

3:30 PM  

Post a Comment

<< Home