My Photo
Name:
Location: Göteborg, Sweden

Monday, March 14, 2005

Fréttir frá Buenos Aires

Loks komu fréttir frá Buenos Aires, Stella og Kristinn að blogga þaðan um borgina, tangó og ýmiskonar lostæti!!!

Helstu órólegheit um þessar mundir munu vera milli aðkomufólks og moskítóflugna sem sumir segja að hafi brugðið sér í sumarfrí við silfurfljótið Rio de la Plata, en eigi heima í Flórida. Aðrir halda því fram að þeim hafi bara leiðst í friðaða sefinu við El Tigris og brugðið sér á rall í höfuðborginni. Þær þykja afar stingandi.

Fréttabréf kom frá Lísu lipurtá - sænskri fegurðardís um þrítugt - sem býr í Bs As síðan í haust. Hún gerir m.a. sjarmerandi úttekt á tangósjarmörum yngri kynlóðarinnar og setur upp stórt huglægt varúðarskilti gegn rómantískum pælingum þegar snjallir ungir elegant argentínskir tangóarar gerast heillandi. Þeir eru, segir hún, því miður gerólíkir sænskum svínum ("svenska as"), að því leiti að maður fattar ekki fyrr en eftir dúk og disk að þeir eru svín! Hún fullyrðir að þeir sænsku komi fljótt upp um sig, en ekki þeir argentínsku sem hún hrósar hinsvegar sem vinum: flestir vinir mínir eru svona tangósvín ...
og hún skrifar um nýjan æfingarstað - práctica - sem eitt vinasvínið og vinir hans opnuðu ofaná farfuglaheimili í San Telmo, undir nafninu "cambia de roles". Þar er meiningin að pörin skifti um hlutverk, fylgi og stjórni til skiftis meðan á einum og sama dansinum stendur held ég ...

Hér í gautlöndum byrjaði að snjóa snemma á mánudagskvöldi og ég tók eftir að ég var hríðarföst heima hjá mér, akkúrat þegar ég ætlaði að rúlla mér í burtu á sumardekkjum.

1 Comments:

Blogger Kristín Bjarnadóttir said...

TAkk Svanacita og Ricardo!!!
hjartans fyrir kveðjuna og kommentin sem komu þjótandi frá Argentínu, þótt þau sjáist ekki hér á síðunni, enda ekkert örbréf...
takk
stinanacita

5:40 PM  

Post a Comment

<< Home