My Photo
Name:
Location: Göteborg, Sweden

Wednesday, March 16, 2005

bloggarinn er einmana

Í geimnum er útsýnið enn að elta mig og ég man eftir fólki sem ég hitti á jörðinni meðan ég bjó þar í endalausu tónaflóði sem smeygði sér undir húðina og inn í beinin en náði ekki alltaf út í endann á taugunum því ég trampaði þá á hröðum skóm og hamaðist mikið með höndunum og rak höfuðið uppundir strax á unglingsárum og þetta voru helstu taugaendastöðvar í mínu lífi.

Ég sé það er búið að fylla oní gröfina sem í vikunni sem leið var grafin í götunni minni já fyrir utan mínar bæjardyr, vandinn er enn sem fyrr að rata heim og að heiman, því nú liggur gröfin hjá nágrönnum mínum til hægri og ég velti því fyrir mér hvort þeysigatan mín (galoppvägen) verði nokkurntíma sjálfri sér lík eftir þennan áfangagrafning frá einum enda til annars.

Víst útaf vatnleiðslum, að og frárennslinu sem liggur hér grafið. En það á líka að breyta torginu, taka burtu gosbrunnana held ég. Þá verður enn minna pláss fyrir dagspall á torginu!

Bloggarinn er einmana - ekki bíða með að koma í heimsókn - ég meina hvað gerir maður þá annað en blogga! Ha??

8 Comments:

Blogger Kristinn og Stella said...

Takk fyrir bloggid thitt. Thad er gaman ad heimsaekja thig thar.

Stella og Kristinn

4:23 PM  
Blogger Kristinn og Stella said...

Takk fyrir bloggid thitt. Thad er gaman ad heimsaekja thig thar.

Stella og Kristinn

4:23 PM  
Blogger Kristinn og Stella said...

Takk fyrir bloggid thitt. Thad er gaman ad heimsaekja thig thar.

Stella og Kristinn

4:24 PM  
Blogger Freyja said...

Já allt er þegar þrennt er pabbi og mamma..
Síðan hvenær varðst þú geimfari elsku frænka?
Ég verð að viðurkenna að ég hef ekkert litið á bloggið þitt í langan tíma. Hef lítið haft tíma undanfarið til að surfa á milli blogga. En rosalega ertu dugleg að skrifa.... já enda ertu rithöfundur þannig að það er kannski ekki svo skrítið.
Ertu ekki voða stolt yfir að hafa dansað við sjálfan Ómar Vega?
Kær kveðja
Freyja

4:47 PM  
Blogger Kristín Bjarnadóttir said...

Takk! hjartans þakkir Kristinn og Stella og Freyja, fyrir heimsókn og kveðju!!! eins og þið vitið fylgist ég líka ólm með ykkar ferðum og bloggi...
kær kveðja
Kristín

11:20 PM  
Blogger Kristín Bjarnadóttir said...

Ha geimfari ... jú er bloggið ekki hugsað svona sem geimverkstæði fyrir þá sem logga sig inn á webbið?
TAkk fyrir hrósið frænka mín, ætli ég hafi samt ekki lært þessa blogg-íþrótt m.a. af þér,hörkubloggarnum Dr.Freylittle.
Og JÚúúú Freyja!!! auðvitað er ég um það bil að springa af monti að hafa dansað við Ómar Vega og það svona léttúðlega, næstum því óvart ... svo eins og hvarf hann mér sjónum í fleiri ár en nú fann ég hann á netinu meðal elítunnar á CITAhátíðinni í Bs.As. sem þýðir Ciudad International eitthvað ... Og nú - þegar ég hef e.t.v. dansað flesta mína fegurstu dansa - þá verða minningarnar þeim mun meiri í sér...
Kristín & stinacita

11:39 PM  
Blogger kristian guttesen said...

Viltu að ég komi og berjist fyrir gosbrunnum, ég er gosbrunnasjúklingur, ég er gosbrunnur, og einusinni var ég stjarna í geimnum, nú er ég komin til jarðarinnar, og reyni að snúast jafnhratt og jörðin, veit ekki alveg hvernig ég á að haga mér, svona nýkomin, en kannski best að fara á netkaffi og hitta þjón og senda ímeil til þín útí geimnum, en setjum strax upp skilti á galoppvegen, LÁTIÐ GOSBRUNNANA Í FRIÐI, Garpur er byrjaður að yrkja, frábær ljóð hjá honum, og ég er búin að gera uppgötvun aldarinnar í sambandi við Lísu í Undralandi, kær kveðja, Prella Prina

1:20 AM  
Blogger Kristín Bjarnadóttir said...

Já, þar talaði sú sem geimreynsluna hefur og kondu endilega með skilti prella prína svo puntum við það hér og stöndum í torgendanum á þeysigötu og gjósum!
takk fyrir þessa miðnæturkveðju og til haminju með garpinn ...heyrðu ég var að reikna og fæ út: þú þarft að standa kyrr til að snúast á sama hraðog jörðin!
ekki satt? er nokkur stærðfræðingur hér inni?
Stinacita

1:36 AM  

Post a Comment

<< Home