My Photo
Name:
Location: Göteborg, Sweden

Friday, March 18, 2005

Lópe og Bláa hliðið Puerta Azul

Á Hverjum fimmtudegi sveiflar spænskukennarinn Lópe sér út af E20 hraðbrautinni þegar hún nálgast Partille Herragarð; nemur staðar herragarðsmeginn við hringtorgið; kemur auga á mig standandi eins og óbráðinn snjókall í hvítum dúnjakka og drífur mig með sér út í sveitinþorpið Lerum við endann á stöðuvatninu Aspen. Ég reyndi að fá hana til að koma heim til mín og kenna mér eins og mér skilst að fólk gerir í Argentínu, fái sér prívatkennara, en það mistókst og hún tekur mig með sér í tíma hjá lerumfólkinu í staðinn. Í gær var ég farin að halda að ég hefði gleymst, en ekki aldeilis, hún kom bara tólf mínútum seinna.
Ástæða:Brúin var opin, brúin var opin! kvartaði Lópe. Hún hafði ætlað að losna við göngin undir Gautelfur, því þau eiga til að stíflast á umferðatímanum og nú valdi hún brúna í miðbænum í staðin, sem opnaði sig þá fyrir skipaumferð og lokaði á bílana um stund.

Lópe er frá Bólivíu og þérar börnin sín nema þegar hún skammar þau og þau segja alltaf Usted þegar þau ávarpa mömmu sína ...hún fræðir mig um ibroamerísku menninguna meðan við brunum til baka þrem tímum seinna og ég með fullt af böggluðum orðum uppí mér ...

Í nótt villtist ég á netinu og þá birtust mér bláar dyr. Ég bankaði óvart og þá birtist autt hvítt minnisblað sem var laumað undir dyrnar ...
Bláu dyrnar handa prellu prinu og öðrum góðum gestum.

Í kvöld er tangó á Oceanen.

5 Comments:

Blogger Kristinn og Stella said...

Vid lesum fallegu bloggsíduna thína thegar vid forum á Netid. Takk fyrir hvad thú ert dugleg ad skrifa.

Tangókvedjur frá Buenos Aires
Stella og Kristinn

7:15 PM  
Blogger Kristinn og Stella said...

Vid hofum ekki séd braedurna sýna, en vid sáum annan theirra dansa á milongunni í gaerkveldi. Bryndís og Hany sáu thá sýna og Dísa og Dadi eru bókud í tíma hjá theim.

7:19 PM  
Blogger Kristín Bjarnadóttir said...

Spennandi, þeir eru svo fínir og óutreiknanlegir á myndum. Bið að heilsa Dísu og Daða! Og takk fyrir að kommentera :)

1:46 PM  
Blogger kristian guttesen said...

Bláa hurðin, töfrar, fallegt, eg bankadi audvitad aftur, en ég veit hvad stendur á bladinu: fidrildin eru komin, ...kannski þarf einmitt einhver að banka tilað maður láti skilaboðin út, og ef enginn bankar tha galdrar maður sjalfan sig í thann sem bankar og bankar,bless, prellaprina

5:00 PM  
Blogger Kristín Bjarnadóttir said...

einmitt!

12:36 AM  

Post a Comment

<< Home