Frá Munchen til Pustervik
Um síðastliðna helgi varð ég vitni að því þegar Riku DJeiaði í fyrsta sinn í Þýskalandi; nánar tiltekið á föstudagskvöldið og aðfaranótt laugardags, við opnun á nýrri Milongu miðsvæðis í Munchen. Hann skiptist á við Ralph sem var gestjafi okkar fjögurra tangóvina sem komu fljúgandi til hans frá Gautaborg, Berlín og Pétursborg.
Þrátt fyrir tangóhátíðir í Belgíu og Hollandi um sömu helgi þá mættu 320 manns á nýju Milonguna í Munchen og fjörið stóð til kl. fjögur að morgni og vel það. Á laugardeginum ringdi og skoðunarferðin um miðborgina þróaðist í verslunarferð í hlýrri tónlistarbúð,- ég fann mér klassíska Biagi "Solos de Orguesta" í safnið -.
Á laugardagskvöldi í Munchen er um fleiri staði að velja og í kvöldverðarboði hjá spænskættaðri konu að nafni Mercedes var endanlega ákveðið að þyggja boð á eina hálfobinbera milongu við járbrautarteinana bakvið Lindwurmstrabe í listrænu húsnæði með fínni stemningu en stömu steingólfi ... á sunnudeginum gengum við hinsvegar á grænu grasi í enska garðinum.
Ég held ég hafi dáið í draumi í gær ... líklega í slysi í grafningunum hér í Partillecentrum! Bara sökk og sökk og hugsaði nú dey ég og ég vaknaði ekki.
Nú er enginn dagur, það er nótt en ég læt sem ég vaki og á morgun ætla ég að bíða eftir að Lópe komi á brunandi bílnum sínum og taki mig með út í sveit ... og ég ætla að stinga uppá að við brunum fljótt til baka til að hlusta á tangótríóið Cuesta Arriba á Pusterviksbarnum við Járntorgið, uppúr kl. 21:00. Sama tríó og verður í Iðnó á laugardaginn kemur.
Þrátt fyrir tangóhátíðir í Belgíu og Hollandi um sömu helgi þá mættu 320 manns á nýju Milonguna í Munchen og fjörið stóð til kl. fjögur að morgni og vel það. Á laugardeginum ringdi og skoðunarferðin um miðborgina þróaðist í verslunarferð í hlýrri tónlistarbúð,- ég fann mér klassíska Biagi "Solos de Orguesta" í safnið -.
Á laugardagskvöldi í Munchen er um fleiri staði að velja og í kvöldverðarboði hjá spænskættaðri konu að nafni Mercedes var endanlega ákveðið að þyggja boð á eina hálfobinbera milongu við járbrautarteinana bakvið Lindwurmstrabe í listrænu húsnæði með fínni stemningu en stömu steingólfi ... á sunnudeginum gengum við hinsvegar á grænu grasi í enska garðinum.
Ég held ég hafi dáið í draumi í gær ... líklega í slysi í grafningunum hér í Partillecentrum! Bara sökk og sökk og hugsaði nú dey ég og ég vaknaði ekki.
Nú er enginn dagur, það er nótt en ég læt sem ég vaki og á morgun ætla ég að bíða eftir að Lópe komi á brunandi bílnum sínum og taki mig með út í sveit ... og ég ætla að stinga uppá að við brunum fljótt til baka til að hlusta á tangótríóið Cuesta Arriba á Pusterviksbarnum við Járntorgið, uppúr kl. 21:00. Sama tríó og verður í Iðnó á laugardaginn kemur.
2 Comments:
Sæl systir góð
Varðandi drauminn þá er það víst fyrir langlífi að dreyma einhvern dáinn þ.e. sá sem er dáinn í draumnum verður langlífur. Vona að þú hafir náð tónleikunum hjá Cuesta Arriba, við heyrum í þeim í kvöld.
Stella
fínt að vita því nú er vorið komið og tangófarfuglartríóið líka komið og farið, með kveðjuna til ykkar ...
Post a Comment
<< Home