My Photo
Name:
Location: Göteborg, Sweden

Monday, March 21, 2005

Mýs og aðrar rúsínur

Um helgina horfði ég á myndir frá öldinni sem leið: Undralandsmynd og músamynd. Undralandið hans Winterbottoms með systrunum þrem í Wonderland frá 1999 er þrusugóð mynd, skringilega leiðinleg á köflum og að lokum kom Lísan... svo fann ég þessa slóð með undralandsuppplýsingum

Og hvað ætli undraland hafi með tangó að gera? Jú, tangóarar og tangóáhugafólk er yfirleitt undralandsfólk í einhvurri merkingu; í sífeldum könnunarferðum, um gólfin, borgirnar og eigin hugskot.

Og "músamyndin" um hið góða og illa .. sirkusmús fór með eitt aðalhlutverkið í The green mile (líka frá 1999) eftir Frank Darabont, með Tom Hank og risagaldramanni með lækningamátt, saklausum en dæmdum ...hann fann svo til með öllum. Saga frá 1930 og eitthvað, úr fangelsi síns tíma.

Og hvurnig tengist það tangó, má svo spyrja. Jú, svona almennt tengdu margir tangó við krimmalíf snemma á öldinni sem leið; t.d. lýsti dansarinn Pertóleo (sjá bailarinos eða dancers) því á gamals aldri, hvernig tekið var á móti krimmavinum með Milongu þegar þeir sluppu út og safnað í smá startkapital handa vininum. En út frá grænu mílunni er freistandi að setja samasem merki milli sirkusmúsarinnar og tangóarans; bæði klára sig með því að smjúga, snúa uppá sig og komast svo lipurlega hjá árekstrum að hættan er liðin hjá og horfin þegar aðrir átta sig. Og sé maður trampaður niður þá er annar vís með að blása í mann nýju lífi ...

Allt sunnudagssíðdegið rambaði ég um listasafnið við Gautatorg í fylgd félaga Mats Personar leiktjaldahönnuðs. Eftir Malplacé, dramatísku ljósmyndasýninguna hennar Denise Grünstein á Hasselblad Center, reyndust rúsínuverk eftir Hohan Hagelbäck hin besta skemmtun. Hagelbäck vinnur bæði með dökkar og ljósar rúsínur sem við fáum að fylgja við ýmsar aðstæður, frá rokktónleikum til elliheimilis, og áhorfandinn fær líka að fylgjast með ófrískum rúsínum sem og fljúgandi og alkyns kappaksturrúsínum ...
Hagelbeck er þekktur kvikmyndagerðarmaður en þetta var hvorki kvikmynd né vídíolist, heldur ekta rúsínur úr rúsínum. Ef einhver efast þá eru þær á Övre Etaget á Göteborgs Konstmusseum þar til 28. mars.

Það var kalt þegar sólin fór í gær og við gengum um breiðgöturnar. Við litum við hjá salsa og sambameistarinnu Adriana Mendes, sem var að kenna á Allégården ... og ef einhver spyr hvað hefur það með tangó að gera þá liggur svarið uppi hjá tangóurum sem vita að á milongum er algegnt að brjóta upp tangóstemninguna með salsatöndu, svona til að hrista upp í fólki á Milongunum.

Og svo er það sjálfur leiktjaldahönnuðurinn Mats sem persónulega tengist minni tangósögu, því hann reyndi fyrstur manna að snúa uppá mig í Argentínskum tangó með ochos... Það var í afmælisveislu í Kaupmannahöfn og átturnar virkuðu ekki! Síðan hef ég verið í námi ...

En rúsínurnar svörtu og hvítu þarf ég smá hjálp við ...hvernig tengjast þær?

Þú sem lítur við og lest, mátt alveg skilja eftir smá spor og komment!

2 Comments:

Blogger Kristinn og Stella said...

Já rúsínur! Thá dettur mér í hug hnífaporin sem kall á Recoleta markadìnum hafdi breytt í nokkurs konar listaverk gaffall t.d. sem flautuleikari og annar sem breyttist í listdansara. En er ekki haegt ad tengja tangó vid allt?
Stella og Kristinn

8:03 PM  
Blogger Kristín Bjarnadóttir said...

Ágæt spurning! ég hélt það væru ýkjur þegar sagt er að tangóinn geti speglað lífið um það bil eins ogþað leggur sig ...
Takk fyrir þessi fínindis hnífaparalistaverk!

11:54 PM  

Post a Comment

<< Home