Skálað í vínberjum - Bryggjutangó
Ég var velheppnaður tangóDJ á sunnudaginn var þann 29. maí á bryggjunni undir Álfaborgarbrúnni! Það þýðir að ég vissi yfirleitt hvað ég varað gera, tók eftir mistökum og líka slembilukku; fólk dansaði (!!!) og var yfirleitt svo ánægt með tónlistina að það gleymdi að koma með eigin óskir. Ég snúðaðist stanslaust í þriggja tíma gjólu. Fólk dansaði án afláts til að halda á sér hita og þegar ég hætti að hafa stjórn á fingrum mínum laumaðist til þess líka, svo diskarnir hristust nú ekki úr höndum mér og út í sjó, heldur á litla steriótryllitækið ... sem þagnaði ekki nema einu sinni í rokinu, þ.e.slökkti á sér í miðju lagi. Veit ekki hvert vorið fór.
Jag hade engång en båt:
Ég byrjaði ballið - Bryggjumílonguna - á nærri fimm mínútna flugvélarverki með og eftir Josefine Cronholm & IBIS, að nafni Aeroplane af disknum Hotel Paradise frá 2003. Svo bjó ég strax til afmælistöndu handa sjálfri mér úr Cornelis Vreeswijk-lögum: Jag hade en gång en båt; Nudistpolka og Somliga går med trasiga skor. Mjög fínt að dansa argentínskan tangó við þetta allt!!! Melankólía hollenska inflytjandans er blues og stundum húmor. Mjög stutt í tangóinn á ýmsa vegu.
Gamla gengið:
Eftir óhefðbundna byrjun var gamla taktvísa gengið - Guardia Vieja - á fóninum - með Roberto Firpo og síðan Julio De Caro, tangóbyltingamanni síns tíma.
Annars lítið nema hressilegur gullaldartangó þ.e. tónlist frá 1935 -1955: Carlos De Sarli sem er bæði taktfastur og ljóðrænn; Rodolfo Biagi sem gerir skemmtilegt stakkato úr öllu; hinn ljóðræni Miquel Caló að ógleymdum töndum með Canaro - og Rodriques. Hulstrið með nafni Juan D'Arienzo sem oft er nefndur "konungur rytmans" reyndist tómt, diskurinn á fóninum heima! Ekkert veður til að einbeita sér að Pugliese, né Piazzolla svo til að skapa frekari tilbreytingu í hljóminn notaði ég nútímahljómveitir sem leika klassíska dansvæna tangóa. Fór þó aðeins yfir markið þegar ég spilaði þjár milongur í röð með nútíma gítartríói ..
Listamaður nokkur og tangódansari færði mér vínberjaklasa og hentuost í tilefni dagsins. Þá var skálað í vínberjum.
Jag hade engång en båt:
Ég byrjaði ballið - Bryggjumílonguna - á nærri fimm mínútna flugvélarverki með og eftir Josefine Cronholm & IBIS, að nafni Aeroplane af disknum Hotel Paradise frá 2003. Svo bjó ég strax til afmælistöndu handa sjálfri mér úr Cornelis Vreeswijk-lögum: Jag hade en gång en båt; Nudistpolka og Somliga går med trasiga skor. Mjög fínt að dansa argentínskan tangó við þetta allt!!! Melankólía hollenska inflytjandans er blues og stundum húmor. Mjög stutt í tangóinn á ýmsa vegu.
Gamla gengið:
Eftir óhefðbundna byrjun var gamla taktvísa gengið - Guardia Vieja - á fóninum - með Roberto Firpo og síðan Julio De Caro, tangóbyltingamanni síns tíma.
Annars lítið nema hressilegur gullaldartangó þ.e. tónlist frá 1935 -1955: Carlos De Sarli sem er bæði taktfastur og ljóðrænn; Rodolfo Biagi sem gerir skemmtilegt stakkato úr öllu; hinn ljóðræni Miquel Caló að ógleymdum töndum með Canaro - og Rodriques. Hulstrið með nafni Juan D'Arienzo sem oft er nefndur "konungur rytmans" reyndist tómt, diskurinn á fóninum heima! Ekkert veður til að einbeita sér að Pugliese, né Piazzolla svo til að skapa frekari tilbreytingu í hljóminn notaði ég nútímahljómveitir sem leika klassíska dansvæna tangóa. Fór þó aðeins yfir markið þegar ég spilaði þjár milongur í röð með nútíma gítartríói ..
Listamaður nokkur og tangódansari færði mér vínberjaklasa og hentuost í tilefni dagsins. Þá var skálað í vínberjum.
3 Comments:
PrellaPrina skrifar:
ég er yfir mig hrifin af þessum bryggjutangó og skil ekkert í hvernig kristín töfradís kann öll þessi lög og veit um alla þessa músíkanta, en svona töfrar í lífið eru nauðsynlegir, einsog bryggjutangó, þetta passar svo vel saman, samt eru andstæður í því, mér finnst að kristín eigi að koma til íslands í bryggjuhringferð um landið með sinn tangó og sína ljóðabók. og þá færa henni allir eitthvað. og ég gæti lært tangó, allavega eitt spor, ég gerði ekki annað en að dansa í Jemen, í stað þess að halda ræður, fór úr höfði niður í fætur. aha, þegar maður hefur fætur, hefur maður jörð og þá vill maður vera góður við jörðina, jammsíjú.
bryggjuhringferð um landið! snjöll hugmynd ...sjóleiðina í september og elísabet fjallaskáld dansandi við stjórn.jesss
Eftirþankar útaf bloggi um Cornelis-tónlist: Nudist-polkinn - sem Cornelis túlkar á sinn hátt- er eftir Evert Taube. Eina lagið sem Cornelis Vreeswijk stendur raunar fyrir af þrem nefndum er Somlika går med trasiga skor. Sænski textinn Jag hade engång en båt, er hans eigin, en lagið er talið vera frá Vestur-Indíum, og frægt í nútímatónlistarsögunni frá og með Beach Boys undir nafninu Sloop John B. í útsetningu eftir Brian Wilson.
Post a Comment
<< Home