My Photo
Name:
Location: Göteborg, Sweden

Friday, May 06, 2005

Eitthvað um veðrið

Ég ætla á Tangocamp! Fjögura sólahringa "kamp" Á Tylösand á vesturströndinni ... Talaði við Pino i dag og ákvað mig. Ég er komin með kavalér frá Belgíu svo nú er bara að telja niður fram að Jónsmessu .... gott að vita útá hvað lífið gengur og vera með fasta punkta í tilverunni :-)
... og fullt af fínum dögum að reikna með fram að Jónsmessu: Kaupmannahöfn um hvítasunnuna; Österlyckan í júníbyrjun og svo hér við Rio de la Göte ...

Það var svo hljómmikið í kringum Pino að ég hélt hann væri á kannski fæðingardeildinni þegar ég hringdi, en hann var á kaffihúsi með konuna og komandi barnið sér við hlið ...hún er ekki bara komin 7 mánuði á leið heldur 9 og vel það skilst mér ... og bíða óþolinmóð. Bíða saman og dansa ...

Á Tangocamp er dansað til kl.06 alla morgna, nema þann fjórða síðasta þá er haldið áfram til. kl.hálf níu að morgni.

Tema á Miðsumarmilongunni: Flower-Power, Hippies & 60:es og hlómsveit: Electrocutango.

ÉG á vinkonur sem vilja að ég skrifi um annað og meira en dans, eitthvað meira hvunndagslegt en tangó ... svo kannski skrifa ég bráðum um veðrið. Eitthvað sem allir kannast við. Það er svo fallegt veðrið þessa dagana að það væri í sjálfu sér efni í heila ljóðabók. Birtan svo hvít frá því fyrir kl.05 á morgnana, bara ógangsæ og hvít; hvergi heiður himinn ...

4 Comments:

Blogger Freyja said...

Hæ elsku frænka,
takk fyrir allar ábendingarnar um hina og þessa tangóstaði og kennara. Nýtti mér eitt af ráðunum... meira um það í næsta bloggi!!
Hvenær er annars hvítasunnan? Ég er hálfrugluð í öllum þessum frídögum, mér finnst vera frí "hele tiden". Ef þú kemur til Köben, gætirðu þá gert mér greiða? Brennt einn geisladisk fyrir mig með tangó-tónlist?! Svo ég geti æft mig aðeins. Var að fjárfesta í tangóskóm í dag!!!
Við sjáum hvað setur...hvort ég sé efni í tangósnilling eins og þú og foreldrar mínir..
kær kveðja frá Freyju

9:49 PM  
Blogger Kristín Bjarnadóttir said...

Akkurat! nú er að byrja hvítasunntangóhátíð í Kaupen; á föstudaginn Freyja mín svo ég verð trúlega á Frederiksbergi annað kvöld!þ.e. fimmtudagskvöld, því hvítasunnan er alla næstu helgi svo þú ert mjög mátuleg í þessu littla frænka mín og elskulegasta efni í tangósnilling sem ég bara get hugsað mér.
Og Unnur; mér þykir mjög vænt um kommentið þitt!Takk!!!

9:57 PM  
Blogger Gunnella said...

Heil og sæl :-) Rakst á bloggið fyrir tilviljun en get samt ekki staðist freistinguna, gæti ég beðið þig um að kíkja á spurningalista sem ég er með á netinu sem mun mynda grunninn að lokaverkefninu mínu hérna í þjóðfræðinni í Sheffield?
Frekari upplýsingar um könnunina og tengilinn yfir á gagnagrunninn eru að finna hér
http://langavitleysa.blogspot.com/2005/05/its-online-so-now-its-up-to-you.html

Takk :-)

5:41 PM  
Blogger Kristín Bjarnadóttir said...

Gaman að sjá þig gunnella! ég skal líta á "lönguvitleysu" um eða eftir helgina ... bestu kveðjur

8:20 PM  

Post a Comment

<< Home