My Photo
Name:
Location: Göteborg, Sweden

Friday, October 14, 2005

Klukk Klukk

Aldís Rún verkfræðinemi í Kaupmannahöfn kukkaði mig á blogginu sínu og það mun þýða að maður verði að gjöra svo vel og blogga, og segja þar fimm stareyndir um sjálfa sig!

Staðreynd númer eitt:
ég gaf út bók í september sem er falleg, fróðleg, auðlesin og fljótlesin og á tveimur tungumálum og heitir Heimsins besti tangóari. Þeir sem lesa og kommentera virðast hrifnir, og bókin selur sig eiginlega sjálf eftir að ég hætti að sitja fyrir gömlum og nýjum kunningjum á tangóstöðum í Reykjavík og í matvörubúðinni í vesturbænum ...! Í Eymundsson í Austurstræti var hún sett í hyllu bæði hjá spænskum skáldskap og íslenskum fræðibókum og þar sem ég skrifa aldrei annað en það sem satt er og rétt vildi ég ekki hrófla við henni þar ... en hún fær að vera með íslenskum skáldskap í Bókatíðindum!

" It is a beautiful piece of work ... It reads like it was written in Buenos Aires." segir í bréfi sem ég fékk í gær frá innfæddum Argentínumanni. Spænska þýðingin er eftir Kristinn R. Ólafsson.

Númer tvö:
mér tókst nú í vikunni að skila af mér grein um tangó sem eiginlega fjallaði um landslag og dansandi steina við Húnaflóa, íslenska læki í náttúrulegum ochos (átta/spor í tango) og spor í svörtum sandi sem vittnisburð um caminada (ganga/spor i tango). Þetta væri ekki afrek nema fyrir það að ég þóttist vera að skrifa um tangóhátíðina á Íslandi fyrir sænska tímaritið Danstidningen. Reyndar flaut fréttamynd með greininni, af greinahöfundi ásamt Dísu formanni íslenska tangófélagsins, og af því við erum þar á sundbolum einum saman oní Bláa Lóninu og afskræmdar af hvítri leðju að búa okkur undir lokahátíðarmilonguna þann 4.september sl. þá krafðist ég nafnleyndar. Blaðið kemur eftir bara eina eða tvær vikur og er blað nr. 5.2005 og örugglega auðvelt að panta á http://www.danstidninge.se/
Í blaðinu má svo væntanlega finna tengil á http://www.tango.is/ :-) og skoða þar myndir frá sjálfri hátíðinni og óendanlegan fróðleik í dálknum Allt um tango.

Nú fór ég aðeins víst aðeins útfyrir mig aftur. Eða hvað?

Númer þrjú:
Ég á bágt med að finna, búa til og huga að, mörkunum milli mín og annars í heiminum. Þetta á bæði við hið áþreyfanlega og hið hugsanlega.

Númer fjögur:
(lógískt framhald af nr. 3) : Ég aðhyllist takmarkaleysið þegar ég á sjálf í hlut en vil að aðrir kunni sér hóf ... og gæti mín.

Númer fimm:
Ég haga mér einsog heimspekingur eða alsæmereitthvað þessa vikuna ... Fyrsta dæmi: ég er að hita mjólk og veiti því ekki athygli. Árangur: undarleg lykt; potturinn tómur að undantekinni svartri skán í botninum. Annað dæmi: ég er á bensínstöðinni á síðustu stund á leið á kóræfingu, til að vera nú örugglega með nóg bensín þessa c.a. 20 km til baka líka ... Þegar ég er að borga tuldrar afgreiðsludrengurinn: þú hefur tankað disel. Haaa? hvað áttu við hef ég ekki tankað bensín? Disel ...það er ekki bensín, er það ekki einhvurskonar olía? Drengurinn kom mér í skilning um að ef ég reyndi að keyra þá væri það algerlega á eigin ábyrgð, og hjálpaði mér svo að ýta bílnum burt frá bésvítans slöngunni ...


Og til að skemma ekki leikinn klukka ég hér með nokkra uppáhalds bloggara til að halda honum áfram.

Elísabet Jökulsdóttir rithöfundur
Kristjón Kornmákur rithöfundur á Spáni og Íslandi
Kristinn og Stella tangódansandi sérkennarar, nú í Kaupmannahöfn
Sölvabakkabloggar Jóna Finndís vatnafræðingur og Anna Magga búnaðarráðunautur og bóndi á Sölvabakka við Húnaflóa
Tóti Leifsson listamaður í Kaupmannahöfn

6 Comments:

Blogger Kristín Bjarnadóttir said...

leitt að sjá þetta spam í kommentahorningu. bið lesendur mína innilega afsökunar og vona að ég þurfi ekki að loka fyrir öll komment!

2:26 PM  
Blogger kristian guttesen said...

þú ættir kannski að gefa út bók með staðreyndum um sjálfa þig, með tilliti til hvað þú átt erfitt með mörkin, þá hljóta þessar staðreyndir að spanna ansi vítt svið, ha ha ha, I so funny honey, ég er að harðsjóða egg, ég er á fljótandi fæði og eggjafæði, enginn eldar handa mér kjötsúpu en ein kona ætlar að koma með mér í sund. Fleiri staðreyndir, fleiri staðreyndir, mér fannst mest gaman að númer þrjú, það er eiginlega tankurinn líka, knús frá prellu prús

10:06 PM  
Blogger Kristín Bjarnadóttir said...

Ahh takk fyrir þetta prellaprína, gott af fá alvörumanneskju og ekki bara bissnessfólk í heimsókn ... veistu ég eldaði eiginlega steinbít handa þér í kvöld ... en þú komst ekki. enda heitir hann hafskættur á sænsku!

1:47 AM  
Blogger Kristín Bjarnadóttir said...

sorry: hafsköttur ætlaði ég að skrifa ...

1:49 AM  
Blogger Kristín Bjarnadóttir said...

Ó, Bíllinn! Ég hringdi í mann sem kom og huggaði mig til að byrja með og daginn keypti hann sér pumpu og stóran dunk og bjó til pláss fyrir bensín þar sem það á að vera! Það þarf góða kunningja í svona mál!

4:57 PM  
Blogger Jóna Finndís said...

Sæl frænka :-)

Ég ætlaði bara að láta vita að við litlu vargarnir svöruðum klukkinu núna um síðustu helgi!

10:19 AM  

Post a Comment

<< Home