Gleðileg jól
Partille kirkja er upphaflega frá þrettándu öld, þótt hún hafi verið endurbyggð nokkrum sinnum. Þar var bænastund á aðfangadag kl. 17 þar sem séra Jörgen Magnússon þjónaði eftir að vera búin að skemmta múslimum frá Túnis og Íran, kaþólikkum frá Kúrdistan og Bagdad og norrænum jólasveinum frá klukkan eitt í safnaðarheimilinu með jólasöng sínum og tali þann dag.
Fleiri myndir og fróðleik um Partille má fá glimt af hér
Þrátt fyrir stórinnkaupastöðina sem verið er að byggja og aðrar tilheyrandi breytingar má horfa framhjá því og einblína á gamlan arf ... og hafa í huga að Partille er merkileg meðal annars fyrir það að hingað lá fyrsta símalínan í Svíþjóð, og hér lá fyrsti járnbrautarspottinn nefnilega út í Jonsered fabrikker.
Gleðileg jól!
P.S.
Mér datt í hug að blogga þegar ég fékk jólaósk á nóvemberblogg! Takk Aldís frænka.
Fleiri myndir og fróðleik um Partille má fá glimt af hér
Þrátt fyrir stórinnkaupastöðina sem verið er að byggja og aðrar tilheyrandi breytingar má horfa framhjá því og einblína á gamlan arf ... og hafa í huga að Partille er merkileg meðal annars fyrir það að hingað lá fyrsta símalínan í Svíþjóð, og hér lá fyrsti járnbrautarspottinn nefnilega út í Jonsered fabrikker.
Gleðileg jól!
P.S.
Mér datt í hug að blogga þegar ég fékk jólaósk á nóvemberblogg! Takk Aldís frænka.
10 Comments:
Myndin af höllinni þinni er flott og skemmtilagar tilgátur um nafnið Partille. Ég held að heiðnir menn hafi haldið sólstöðuhátíð (miðsvetrarhátíð) og hún hafi verið kölluð jól. Nafnið er því heiðið en hver uppruni þess er eða upprunaleg merking eru fræðimenn ekki vissir um. Sumir telja að orðið jól hafi merkt fórn. En orðið er áreiðanlega mjög gamalt, hægt að rekja uppruna þess alveg til germönsku vegna þess að í gotnesku, sem þróaðist út frá germönsku eins og frumnorræna, er til mánaðaheitið jiuleis. Það eru augljós tengsl á milli jiuleis og jóla. Hið forna mánaðaheiti Ýlir er einnig talið af sama uppruna og jiuleis. Allir norðurlandabúar nota þetta heiðna orð yfir þessa kristnu hátíð, jafnvel Finnar mér skilst að þar heiti jólin joulu. Þá hefur orðið líka varðveist í ensku "yule" þótt það sé ekki almennt notað.
Ég var að lesa meira um orðið jól á Vísindavefnum. Sumir telja að það upphaflega verið hjól og sé þá átt við árshringinn. Aðrir giska á tengsl við fornindverska orðið ycati 'biður ákaft' og að upphafleg merking hafi þá verið bænahátíð.
Takk kærlega fyrir þennan skilmerkilega fróðleik,hann er breiðari og a.m.k. aðgengilegar fram settur en í orðsifjabókinni góðu. Mig grunaði að ég kæmi ekki að tómum kofanum hjá ykkur ... síst "tómari" en hjá Partielleprestinum séra Jörgen Magnussyni sem kvað þetta líka sérkennilega heiðni, en hann fullyrti hinsvegar að íslendingar hefðu kristnast á undan svíum! Ha!
Skemmtilegt! hjólið byrjar þá kannski um jólin!
Upprunaleg merking jól er stafaruglingur úr ljós, og essið var fellt niður tilað hafa þetta smá dulkóðað, óðinn fann uppá þessu eftir að gunnlöð hafði hent í hann þrætueðlum en ekki eplum og alveg dagsatt, ...
og mikið ertu klár að bua til ferninga, ætla skoða svörtu höllina, adíós. jólabarnið blíða og káta.
flott mynd af þér og dansherranum, sjúkket!!!! og flott höll, mér sýndist ég sjá þig vínka úr einum glugganum, ...jammsí,
Elsku Prellarina viltu næst þegar þú sérð þrætueðlu, smella af á myndavélinni og sendamér meilmynd. Svo ég þekki hana næst þegar ég sé slíka ... Fínt með ljósið. Takk og vínk vink, jú þetta er ég!!!
Gleðileg ár og takk fyrir gamla árið
TAkk sömuleiðis!!! ... Annállinn minn er á leiðinni þ.e. hann er að bakast!
Frábærar hugleiðingar um jólin eins og þín er von og vísa frænka.
Gleðilegt árið og takk fyrir nýjárskveðjuna. Takk fyrir allt og allt.
Bestu kveðjur frá öllum hér.
Lena
Post a Comment
<< Home