My Photo
Name:
Location: Göteborg, Sweden

Monday, December 26, 2005

Jól í Partille eða Par till Eden?

... svona var birtan á fjórða tímanum í dag annan jóladag yfir Partille Herragarði sem leit út eins og draugahöll í síðdegisroðanum, þegar ég fór út að fótógrafera í snjófölinni.

Viðurkennd merking nafnsins Partille er "portið milli hellnana" eða leið milli kletta inn á Gautaborgar svæðið hið forna ... en
skemmtilegasta tilgátan sem ég hef séð um nafnið er spunnin í sögu af pilti og stúlku sem fyrst urðu til að slá sér niður á svæðinu sem þeim þótti svo fagurt að nefnt var Eden og út frá því var sagt : Par till ed -(en) og fyrst datt endirinn en í burtu og seinna déið.

Þótt undarlegt sé að búa í 33000 manna bæ og vita varla hvað nafnið þýðir er e.t.v. enn einkennilegra að halda jól á hverju ári og vita ekki hvað orðið þýðir!!! Það er ekki síður umdeilt og engin veit með vissu ... Posted by Picasa
Góðu gestir, er ekki einhver sem getur frætt mig á því samt, hvað "jól" þýðir? er það orð sem varð eftir í málinu þegar hætt var við miðsvertrarblótin eða hvað ... er þetta gömul enska há- þýska, kínverska eða hvað! þetta er eins á öllum norðurlandamálum, jól og jul, og minnir ekkert á jesús eins og christmas gerir ...

Og hvað finnst ykkur um höllina mína sem ég er svo montin af sérstaklega í dimmu!?? Og takið eftir: Hér er ekkert verið að bruðla með jólaneitt sem gæti truflað sólarlagið!

2 Comments:

Blogger Freyja said...

Vá, flott mynd og flott birta. Jól...hmmm góð spurning?!

2:02 PM  
Blogger Kristín Bjarnadóttir said...

Takk kærlega fyrir komment dr.freylittle frænka!

Ég fékk fallegt svar frá Séra Ágúst Einarssyni (sem styður kenninguna um "hjól" sem Kristinn bendir líka á sjá komment undir "Gleðileg jól") og leyfi til að birta það hér:

"...ég held að það sé ekki til einhlít skýring á þessu orði, því uppruni orðsins er óviss og umdeilanlegur samkvæmt orðsifjafræðinni. Sennilegust þykir mér sú skýring að það sé svo einfalt að orðið jól tengist orðinu "hjól" eða "hringur" og vísi til árshringsins eða vetrarsólhvarfanna sem eru á þessum tíma. Enda var sólhvarfahátíð á þessum tíma, áður en hátíðin fékk kristilega inntakið um komu þess ljóss sem streymir frá jötu barnsins sem fæddist í Betlehem."

1:46 PM  

Post a Comment

<< Home