My Photo
Name:
Location: Göteborg, Sweden

Thursday, February 02, 2006

Myndataka

Þú skalt drekka vatn, var mér sagt eftir á.

Myndatakan varð soldið notaleg þegar hitabylgja streymdi um mig augnablik, útaf kontrastvökva sem sprautað var inn í handlegginn á mér.

Ómögulegt að vita hvenær smellt var af og hvenær ekki; konan sem setti mig í myndavélina sagði mér fyrirfram að hún yrði ekki inni á meðan og við það brá mér: Af hverju þarftu að fara, og hvað ef ég fæ innilokunarkennd?
Það er opið í báða enda þú ert ekki beilínis lokuð inni sagði hún og útskýrði að hún gæti ekki sjálf verið inni í geislavirkninni allan daginn alla daga þessvegna færi hún út á meðan.
Svo byrjaði myndavélin að athafna sig með mér í og rödd úr hátalara endurtók vélrænt: Andas in; håll andan. Hálfri mínútu seinna kom: Andas igen. Og ég furðaði mig á því af hverju hún sagði ekki Andas ut. Hvað var meiningin?

Ný grænklædd kona birtist að lokinni myndatöku og sagði mér að drekka vatn; Minnst einn lítir til til að kontrastvökvinn fari fyrr úr blóðinu. Myndirnar voru velheppnaðar, sagði hún og þú ert með remiss frá tveim læknum svo þeir fá báðir að fylgjast með niðurstöðunum. Þetta hljómaði ánægjulega í mínum eyrum að tveir læknar létu sig nú þegar annt um mig og ég myndi geta haldið áfram að hringja í dr. Janne án þess að sjálf útskýra allt framhaldið fyrir honum.

En hversu merkilegar myndir eru þetta?


- Ef þú hugsar þér líkaman eins og brauðhleif, þá sneiðum við hann niður næfurþunnt, útskýrði elskulega grænklædda konan, sem kom til mín eftir Datortomografíuna eða sneiðmyndatökuna eins og það heitir svo lýsandi á íslensku.
- Þetta eru bestu myndir sem hægt er að hugsa sér ...

- Já ég veit og hvað náðuð þið miklu af mér
- Við náum öllu frá toppi til táar
- Nei ekki í dag það var brjóstið og hálsinn, minnti ég hana á. Og andlitið var það ekki tekið líka?
- Jú allt þetta við búum til spíral, eiginlega tvo spírala sem eins og mætast og nú fylgi ég þér í lúngnaröngten sagði sú elskulega grænklædda.

- En hvað þýðir andlitið, var þá ekki tekinn hausinn aftur úr, ha aftur í hnakka.
- Jú jú, alveg í gegn, hingað sagði hún á göngunni og sýndi mörkin með hendinni soldið fyrir ofan eyrað.
- Bara hingað ! en af hverju er ekki hausinn sneiddur alveg uppúr, fyrst maður er að þessu spurði ég og sá strax fyrir mér að nú myndi höfuðpaurinn sleppa; hafa hægt um sig nálægt hvirflinum eins og einræðisherra í holu og ekki gefa einustu eiturögn af sér fyrr en búið væri að ráðast á afkvæmi hans ...
- Klart man är orolig sagði myndatökukonan grænklædda.
- Klart man är orolig, sagði ég og fékk mér sopa af Loka vatnsflöskunni, sem ég var með í töskunni að vanda. Vatn er róandi.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home