My Photo
Name:
Location: Göteborg, Sweden

Sunday, January 29, 2006

Enn og aftur lukkuleg augnablik á Österlyckan

Ég dansaði í nótt og ég dansaði í gær og fyrrinótt. Gamla slitna samkonuhúsið Österlcykan i Floda varð enn einu sinni að miðpunkti fyrir tangóara úr ýmsum áttum, Berlín, Róm, Osló og Uppsala; Stokkhólmi, Skáni, Kaupmannahöfn, Hamborg, gott ef ekki Englandi og frá svæðunum hér við Rio de la Göte. Endurfundir og faðmlög, ærsl og umhyggja í æ nýjum takti. Tangóvinir sem fá mann til að gleyma allri óvissu um stund. Enda frískari en ég hef verið lengi, varla með hnerra. Posted by Picasa

5 Comments:

Blogger Kristinn og Stella said...

Falleg mynd, hver tók hana? Gott að þú að þú fórst að dansa.

9:50 PM  
Blogger Kristín Bjarnadóttir said...

Ég tók myndina af blóminu sem er búið að búa með mér í 16 ár! það er soldið þreytt á hraðbrautinni og ég fékk að vera með í forgrunni.

11:35 PM  
Blogger kristian guttesen said...

Kristín, ég elska þig. Mundu það sem læknirinn sagði: Du kommer til að klare det her. Eða einsog þeir segja í Ameríku og trúnaðarkonan mín sagði í sambandi við kærastann minn: You can do it. Ekki það ég sé að líkja kærustum við krabbamein nema að vandlega rannsökuðu máli. Ég hef alltíeinu náð sambandi við líkama minn, hann segir: Relax. Talar ensku stundum, ég tala ensku alla daga núna.

Og guð.

Ég bað guð að passa þig og að þér myndi batna. Ég elska þig svo mikið. Þú verður að láta þér batna og verða gömul kerling í tangó og ljóðum. Ég elska þig svo mikið. Þú ert pláss inní mér svo ég er líka með þessi meinvörp. Saman látum við þau hverfa. Auðvitað veit ég ekkert um krabbamein. Ég veit bara að það er gott að tala um hlutina, gera grín að þeim, hafa þá alvarlega, og mér sýnist þú vera komin vel á veg með að búa til leikrit úr þessu, nú þegar, það kemur mér á óvart, venjulega tekur hlutina tíma tilað meltast.

Kærastinn minn er að syngja meðan ég skrifa: I am the son of mountain, syngur hann. Son of Jesus. Son of Afrika.

Og mig langar að biðja hann um að koma með mér til þín og tromma þangað frumurnar fara að dansa og dansa burt veikindin.

Ég hef aldrei þessu vant ekki sagt honum ég sé geðveik, einsog ég er nú alltaf talandi um það. En ég er alltaf að reyna að sprengja allt upp með stríðsheilanum mínum. Svo nú er ég að reyna búa til frið, og líkaminn segir: Relax. Þú ert að lifna við. Þú lifnar best við með því að slappa við. En ég hef semsagt ekki sagt honum það, það er viss frelsun, mér fannst ég þyrfti alltaf að vera segja öllum frá minni geðveiki,

við erum að fara sjá HCAndersen í Þjóðleikhúsinu. Ég skil vel að þú sért hrædd og lítil en þú ert líka algjör töffari og verður einsog eiturbeittur penni þegar þú þarft að stinga á krabbameinskýlinu.

Þú ert stríðsmaður og jesúengill.

Ætla hætta í bili, ef þetta skildi komast alla leið, en ég elska þig, elska þig, elska þig, og knúsa þig og held í höndina þína og saman göngum við upp fjallið og saman við segjum langt úr líkamanum:

ÉG ER TIL.........;)

1:17 PM  
Blogger kristian guttesen said...

Okay, maybe better like this. Try different things:

we go to the top of the mountain and say: WE CANT TAKE IT ANYMORE.

And the we hear a whisper, coming from the sky, coming from the earth, or the spirits of the both:

I can take it. I will take it for you.

But then its very hard, at least for me, to believe this. so I listen again.

there must be an end to this story but I think it like this, it goes over and over again. and ofcourse I forget to say thank you.

ps. vertu frek, láttu læknavísindin þjóna þér. þú átt allan rétt í heimi. jafnan rétt á við alla aðra.

ps. jæja, ég ætla hætta að segja þér fyrir verkum, þetta var bara ljóð sem kom, þegar ég var að hugsa til þín og hlusta á hann syngja: Nobody wants to die, there will be no peace, until we have a equal rights.

en í þjóðleikhúsið, þín elskandi Elísabet, svolítið máttvana gagnvart aðstæðum en sterk að því leyti að ást mín til framkallast meira. segðu mér svo að halda kjafti.

1:47 PM  
Blogger Kristín Bjarnadóttir said...

þú ert ÆÐI!
LOVE YOU ...
leikritið heldur áfram og ekki halda kjafti, blómbeð og og vetrarrunni;
kk/kk

2:21 AM  

Post a Comment

<< Home