My Photo
Name:
Location: Göteborg, Sweden

Monday, February 06, 2006

Nú er ég flutt fyrir endann á gömlu götunni minni Galoppvägen og yfir á Hubertusvägen. Fékk svo fína hjálp að nú hugsa ég um Séra Ágúst þegar ég kveiki ljós, Guðný Ásu lækni þegar ég sé túlípana í bláu könnunni frá mömmu og hvert sinn er ég opna eldhússkáp eða dreg út áhaldaskúffu; um Mats Person leiktjaldahönnuð þegar ég sé gluggana með gardínum uppi og kommóðuna sem hann gerði við og bar hingað á bakinu!!! ... ég á meira heima hér nú þegar á þriðja degi en mig hefði grunað!

Eftir nokkra klukkutíma mæti ég á Sahlgrenska. Fróðlegt að komast að því hvernig ég virkaði á myndunum þegar ég var látin leika brauðhleif! Kannski kemur svarið í dag. Eða á morgunn eða hinn... Ætla að fara að ráðum Elísabetar og halda áfram að vera frek. Bara ég gleymi nú ekki að segja þeim frá nýjustu bólunni minni, sem ég finn ekki til í. Hún gæti örugglega verið höfuðpaurinn (og kannski lent eins og utanvið "brauðið" á myndunum).

Þetta þykist ég vera búinn að læra í meinvarpafræðum: hnútar sem eru óaumir geta leynt á sér fullir af vonsku, meðan það að finna til er góðs viti!

5 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Vona að þetta fari allt á besta veg, Kristín mín. Fylgist með síðunni og er með þér í anda. Verum í sambandi. Besta kveðja, Linda

11:43 AM  
Anonymous Anonymous said...

Sæl elsku frænka. Var að frétta þetta. Sendi mínar allra bestu hugsanir til að vera með þér í þessu stríði. Þín frænka Lena

1:34 PM  
Blogger Kristín Bjarnadóttir said...

Mikið er ég heppin að fá komment og skype samtöl frá frænkum og vinkonum langt í burtu; að vita að þið hugsið til mín, það vermir. Takk Linda og Takk Lena. Kær kveðja frá Kristínu sem var að koma heim af spítala miðvikudaginn 8.2. lofa að blogga bráðum ...

9:33 PM  
Blogger kristian guttesen said...

Já, ég snarveiktist af alkóhólisma, cóalkóhólisma og fleirum geðveiki, kannski þér til samlætis og geri mér grein fyrir að auðmýkt og harka er málið, vera í prógramminu, ... en kærastinn er nú samt alltaf við saumavélina eða trommuna þegar hann er ekki að skamma mig fyrir hvernig ég vek hann á morgnana, ... svo ég er bara með ein skilaboð: Make your own life....kannski frekt, en það verður það þá bara að hafa það, ég hef aldrei viljað leyfa einhverjum karlmanni að koma inní líf mitt, kannski af því ég á ekkert líf, hvernig býr maður til líf með öðrum, ég held maður byrji á því að segja: HA?

ást í bunum, bunulækjum og fossum og frá mínu heklaða hjarta, knús, þín Elísabet

6:34 PM  
Blogger Kristín Bjarnadóttir said...

Heyrðu mig nú ástarinnar hjartahekl; viltu segja kærastanum við saumavélina og trommurnar að snarhætta að skamma þig, annars komi ég í líki heklaðrar hænu onúr næstu símalínu fljúgandi í hausinn á honum og hann nær mér ekki þaðan ... HA?
En ef ég væri kærastinn þinn mundi ég auðvitað óska þess að þú vektir mig blíðlega og ekki eins um borð í skipi.
Góð spurning "HA?"
fossandi bunulækjaást til baka, mín blíðasta ... og ég þarf líka að spá betur í sambúðina milli auðmýkt og hörku, gott þú mynnir mig á þær.

1:25 AM  

Post a Comment

<< Home