Ljómandi Ballett
Myndin t.v. er úr fyrstu myndaseríunni sem var tekin af mér á Hubertusvägen, hér með bangsa á grænum buxum í baksýn í eldhúsglugganum, en hann fylgdi með verkfærakassa í innfluttningsgjöf frá Partillebo.
Á laugardaginn var kom Jan, eiginmaður minn nr. eitt fljúgandi frá Kaupmannahöfn og hjálpaði mér að búa til eldhúskappa úr hjartalaga ljósaperunum ...
Líklega ætti ég að byrja þar sem hann steig út úr flugrútunni ásamt konunglega ballettstjóranum danska Frank Andersen á lakkskóm og kynnti fyrir mér á mínum fjallaskóm ...
Og tveim tímum síðar byrjaði balletfrumsýningin á Óperunni, með verkunum þrem: Transfigured Night eftir Tero Saarinen við tónlist eftir Schönberg; Somewhere Light, glænýtt verk við píanotrío eftir Shubert fyrir Gautaborgaróperuna eftir Nicolo Fonte, kærasta Kevins ballettmeistara; og White Darkness eftir eftir Nacho Duato ballettmeistara í Madrid, við tónlist eftir Karl Jenkins. Síðasta verkið var mest hrífandi. Primadonnan Nacho Duato var mættur frá Spáni en fyrverandi sólódansari hans Tomas Klein var sá sem kom æfði verkið sem ekki hefur verið sýnt í Svíþjóð fyrr en nú. Það var herra klein sem sá til að við fengjum miða á síðustu stund, enda góður vinur Jans, en hinn konunglegi Frank sá til þess að við flytum inn á VIP svæðið i öðru hléinu.
Engar langlokur á sviðinu, en hæðir og lægðir; í heildina ljómandi ballett. Rétt eins og nöfnin sem ljóma saman!
Á laugardaginn var kom Jan, eiginmaður minn nr. eitt fljúgandi frá Kaupmannahöfn og hjálpaði mér að búa til eldhúskappa úr hjartalaga ljósaperunum ...
Líklega ætti ég að byrja þar sem hann steig út úr flugrútunni ásamt konunglega ballettstjóranum danska Frank Andersen á lakkskóm og kynnti fyrir mér á mínum fjallaskóm ...
Og tveim tímum síðar byrjaði balletfrumsýningin á Óperunni, með verkunum þrem: Transfigured Night eftir Tero Saarinen við tónlist eftir Schönberg; Somewhere Light, glænýtt verk við píanotrío eftir Shubert fyrir Gautaborgaróperuna eftir Nicolo Fonte, kærasta Kevins ballettmeistara; og White Darkness eftir eftir Nacho Duato ballettmeistara í Madrid, við tónlist eftir Karl Jenkins. Síðasta verkið var mest hrífandi. Primadonnan Nacho Duato var mættur frá Spáni en fyrverandi sólódansari hans Tomas Klein var sá sem kom æfði verkið sem ekki hefur verið sýnt í Svíþjóð fyrr en nú. Það var herra klein sem sá til að við fengjum miða á síðustu stund, enda góður vinur Jans, en hinn konunglegi Frank sá til þess að við flytum inn á VIP svæðið i öðru hléinu.
Engar langlokur á sviðinu, en hæðir og lægðir; í heildina ljómandi ballett. Rétt eins og nöfnin sem ljóma saman!
6 Comments:
Hvítur bangsi í grænum buxum! Þetta kveikir á einhverju minningarbroti að heiman (bernskuheimilinu)um akkurat hvítan bangsa í grænum buxum. En ég man ekki samhengið, það hlýtur samt að hafa verið Lárus litli bróðir sem átti hann eða hvað? Ég átti allavega aldrei bangsa. Takk fyrir bloggin sem birtust í dag gott að lesa þau.
Stella
Eitthvað rámar mig líka í bangaleysi í bernsku! en átti ekki Lárus hann Busa, risadúkkuna? Ég átti bæði Bíbí sem mamma saumaði og plastdúkku á plastkjól frá Lárusi lækni ... Við verðum líklega að spyrja hann Lárus littabróðir :-)
Skemmtilegt þetta með skóna, með tilliti til ballettsins. Ég sé það er verið að blogga um bangsa, bangaBLOGG, Ella Stína átti bangsa, Ella Stína var hugsjúk, hún var alltaf að reyna að leyna því en það tókst ekki svo hún varð að ýta hugsýkinni útí vöðvana og þaðan smitaði útfrá sér, heiminn. Bangsinn hvarf hinsvegar í hið gríska tóm. Eða er allstaðar tóm? Líka í Afríku og hjá bedúínum?
Ég er ekki duglegur að kommentera þau blogg sem ég les, mætti sjálfsagt vera duglegri, þó ekki væri nema til að segja takk fyrir gott blogg. Svo, kæra mágkona, takk fyrir góð blogg, ég les þau alltaf mér til ánægju. Þau eru ólík öðrum bloggum en einmitt þess vegna sérstakleg gaman að lesa þau.
Kristinn
Jubbýýý! Og góða skemmtun í Argenínu mágur minn ... þar sem mig grunar þið gætuð lennt eftir c.a. viku. Þá fæ ég væntanlega að lesa um ný tangóævintýri ykkar hjóna á ykkar eigin ágætu heimasíðu ...
Og Bogga takk kærlega fyrir komment og Elísabet líka; ég er að spá í þetta með tómið, hvort þú hugsir þér tómið tómt eða meira sem pláss fyrir allt mögulegt gott ...
Kæra frænka. Mér-læknaritaranum finnst þú í fullum rétti að spyrja læknana- já- jafnvel þótt þeir verði undrandi-þá áttu með að fá fullar útskýringar á hvað er fram undan- og þú tekur sjálf- enginn annar- ákvarðanir um meðferð!Þeirra er að útskyra möguleikana en valið á að vera þitt!
Hugsa til þín í því sem fram undan er-þótt einhver tími verði hljóður- þá getur þú alltaf skrifað-og verður ríkari af reynslu. Kærar kveðjur að vestan.
Post a Comment
<< Home