My Photo
Name:
Location: Göteborg, Sweden

Friday, February 24, 2006

Ef þú sérð hákarl

Ef þú sérð hákarl nálægt þér er um að gera að takaþví rólega. Þetta var mér kennt í gær. Ég hélt það væri brandari og datt ekki í hug annað en taka til fóta og handa og synda í hvarf ...

Það var Unnur sem vék nokkrum gullkornum að mér á skæpinu. Hafi einhver reynslu af að dansa við dýr úthafana þá er það hún.

Anna Mattsson kom í gær. Tók lestina til Partille og endurnar við ána voru í essinu sínu og fylgdust með okkur.
Anna kom frá Kambodíu fyrir tveim vikum og gengur enn í undarlegum vetrarfötum, sem hún hefur fengið að láni í Stokkhólmi. Skærgrænum. Hún segist ekki sjálf eiga nein hlý föt lengur, bara köld og klæðskerasaumuð. Silkiföt.

Ég hélt prívat fyrirlestur yfir henni um krabbamein alveg óbeðin og endaði c.a. svona: þetta er alveg ný tegund af óvissu. Það er er hreint ekkert garanterað að maður lifi eftir fimm ár ... ekkert er öruggt, ekki einu sinni að maður deyi af því!

2 Comments:

Blogger kristian guttesen said...

Tvíburasynir mínir eru einmitt í Flórida næstu viku, svo ég ætla lóðsa þessu til þeirra með hákarlana, annars vita þeir allt, þeir eru hákarlar og villt blóm, villt blóm kunna að tala við hákarla, ég myndi segja að þeir væru mestu snillingar í heiminum, og stóri bróðir þeirra, ef mig vantar visku þarf ég ekki að lesa nýjustu tækni og vísindi eða moggann, ég tala bara við þá: sem segja: mamma, það kemur ekki í ljós á tveim vikum hvort einhver sé vondur. Og mamma: ég trúi því ekki að þú látir einsog ein stjórnsöm manneskja sé like a hell. Alltaf höfum við elskað þig þótt þú sért stjórnsöm. Mér finnst þetta vanta í mannkynssöguna. Þessvegna er móðir þeirra skáld. Og hákarl.

11:24 AM  
Blogger Kristín Bjarnadóttir said...

Haha Góðir hákarlar hér á ferð!!! Og skemmtilegt skáld.

4:19 PM  

Post a Comment

<< Home